Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 65
IÐUNN
Rómantíska stefnan nýja.
359
meðal annars: »]örgen Bukdahl er einn af þeim, sem
skilur sinn eigin tíma betur en allur fjöldinn, þótt hann
skrifi um gamla daga. Það er því ekki fjarlægðin, sem
gefur lýsingum þessa unga manns styrkleik þeirra. Hon-
um finst að hann standi í miðju ólgandi heimshafinu og
hann hugsar um litla fæðingarbæinn sinn. — — Þessi
litla bók verður því játning frá æskumanni, sem vill
bjarga sér í land á tíma, þegar alt er að farast«.
Þetta er draumur gamla bæjarins. Það er draumur
æskumanns, sem finnur að grundvöllurinn undir menn-
ingu nútímans er fúinn, — það hefir heimsstyrjöldin
sýnt. Það er draumur um að finna nýjan grundvöll, sem
á verði reist ný lífsskoðun. Hann lýsir nútíðinni í þess-
ari bók — óstöðugri, órórri, máttvana eftir nýafstaðna
styrjöld. Hún er þreytt af því að hún veit að ljómi
hennar er svikagylling, hinir sterku litir að eins til að
sýnast. Oróleiki, tilgangslaust hringl, grímudansar — það
eru einkenni þessa örvinglaða fíma á flestum sviðum.
Og hann heldur áfram: »--------tími, sem er samhengis-
laus, af því að hugsjónir hans eru eyðilagðar, og hann
á ofmikið af sjúkri efagirni til þess að geta skapað
nýjar hugsjónir, — tími, sem reynir að villa mönnum
sýn með hraða, sökum skorts á hita; kaldur er hann
hið innra — kaldur eins og stálið, — tími, sem hefir
að tákni fljúgandi básúnuengil: mikinn storm, hávaða og
tilburði — en engan hjartahita«.
Þetta er strangur dómur yfir samtíðinni, en þó vart
of strangur, þegar þess er gætt, að hann siglir í kjölfar
heimsstyrjaldarinnar.
Grímunni var svift frá augunum og myndin, sem blasti
við, var sú hin miskunnarlausa, kalda hversdagsmynd,
sem við köllum veruleika, en þó er ekki raunveruleikinn
allur. En ekki tjáir að renna af hólmi, þótt lífið sýni