Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 83
IÐUNN
Bréf til jafnaðarmanns.
377
á ósamræmið milli heimspeki þeirrar, sem hann boðar,
og þeirra hugmynda hans um þjóðfélagsmál, er fram
komu í svörum hans við spurningum mínum. A hvaða
grundvelli öðrum hefði ég ált að tala við slíkan mann
um þessi efni?
Þannig ber að skilja bréf mitt til herra Jinarajadasa.
II.
Um sópíum handa fólkinu« hefi ég ýmislegt hugsað,
síðan ég gerðist jafnaðarmaður. Og ég skal játa, að
niðurstöður mínar um þetta efni gáfu ýmsum atriðum í
>Meimspeki eymdarinnar* dálítinn blæ, sem manni með
yðar ltfsskoðun hefir ef til vill komið annarlega fyrir
sjónir. Afstöóu mína til þessa vandamáls vil ég gjarnan
skýra fyrir yður í þessu skrifi.
Þér segið, að jafnaðarmenn í yðar löndum álíti trúar-
brögðin »ópíum handa fólkinu«. Þessi staðhæfing Karls
Marx er mér gamalkunn, og mér skilst, að í hennar
nafni kappkostið þér að uppræta trú öreigastéttanna á
guð og annað líf. A fslandi hafa ýmsir jafnaðarmenn
nokkra tilhneigingu til að setja trúarbrögðin undir sama
mæliker og Karl Marx, þótt jafnaðarmannahreyfingin
vinni ekki gegn þeim opinberlega. En meðal þeirra
jafnaðarmanna, sem eru í hjarta sínu gegn trú og kirkju,
eru nokkrir, er hafa gerst opinberir andstæðingar allra
trúarbragða. Um þetta atriði mun því vera mjög líkt
ástatt hér og í yðar löndum.
Frá mínu sjónarmiði er þetta viðfangsefni ekki eins
auðvelt og þið, andstæðingar trúarbragðanna, virðist
ætla. Fyrst og fremst tel ég þá staðhæfingu Karls Marx
og yðar ekki á rökum reista, að það séu trúarbrögðin,
sem séu »ópíum handa fólkinu*. Ég lít svo á, að það
sé trúarbragðafræðslan, sem vinnur þetta háleita hlutverk.
Iöunn XII. 24