Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 67
IÐUNN
Rómantíska stefnan nýja.
361
því hvorttveggja þetta er fast í eðli einstaklings sem
heillar þjóðar. Þó margt annað breytist, stendur það
óhaggað.
I fyrri bókinni um norska list, segir hann: »Val mitt á
rithöfundum er engin tilviljun. Eg hefi valið þá, sem
mér virðast bera órækast vitni um norskt þjóðerni, og
ég hefi valið þá svo fáa og sérkennilega sem mér var
unt«. Þess vegná spyr hann ekki fyrst og fremst um
hið fagurfræðilega listgildi og því segir hann að vel geti
verið að hann gefi nokkuð einhliða mynd af norskri
list, en hann vonar þó, að myndin sé sönn. A bak við
verk höfundanna vill hann finna hinn norska þjóðernis-
anda. Það er þetta dulda, sem einkennir hverja þjóð,
er Bukdal leitar að. Sú leit er meginþáttur bóka hans.
Og hann segir — í algerii andstöðu við G. Brandes.
»Einkenni lifandi bókmenta er það, að þær ræða ekki
úrlausnarefni tímans*. Skáldin skrifa niður drauma sína
og sýnir af því, að þau geta ekki stilt sig um það, en
ekki í neinum ákveðnum tilgangi. Svo er það oftast
nær. Tilganginn búa ritdómararnir til.
Nú er sá tími kominn, er þjóðernisandinn lætur aftur
til sín taka. »Friðarhugsjónir, þróunarhugsjónir, stjórnar-
fars- og mannúðarhugsjónir höfðu myndað þunt skurn
utan um Evrópu. En svo brast skurnið. Eldgígurinn var
ekki kulnaður. Land reis á móti landi, þjóð gegn þjóð.
Hið þjóðlega, dulda afl brauzt út í algleymingi«. Og
Bukdahl heldur áfram: »Þannig er þjóðernisandinn sezt-
ur að völdum aftur, illa liðinn, hataður, en þó óumflýjan-
legur, af því að hann er bjargfastur veruleiki. Og á þess-
um tímum, þegar Evrópa berst á milli Nirwanadýrkunar,
Togoredýrkunar, guðspeki og spíritisma annars vegar og
blindrar skemtanafíknar, grímuballs-æðis og expression-
Iðunn XII. 23