Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 9
IÐUNN Roald Amundsen. 303 skautaför, fyr en ef til vill sú, sem nú er á döfinni, kend við Byrd. En leiðangursmenn sultu allir í hel á eyju fyrir norðan Canada, 130 talsins. Þetta var árið 1847. Þessi mesta sorgarsaga allra könnunarferða norður í ís vakti hjá Amundsen drauma um að gera þetta sama, komast þessa leið, norðvesturleiðina svokölluðu. En þá fyrst er hann las fregnirnar af skíðaferð Nansens, varð draumurinn að veruleika. Fyr var það, að hann vildi, en síðar: hann skyldi. I þá daga þóttu þess konar ferðir hreinar og beinar sjálfsmorðstilraunir, sem oftast nær næðu tilætluðum ár- angri. Amundsen langaði mikið til að slást í för með Nansen, í »Fram«-ferðina frægu, árið 1893, en fyrir bænarstað móður sinnar sat hann heima. Hann var þá orðinn stúdent fyrir þremur árum og byrjaður að nema læknisfræði. En þar var ei »hugurinn heima« og þessi stúdentaár fóru mestpart í lestur ferðabóka, er ýmsir þáverandi beztu heimskautakönnuðir höfðu skrifað. Læknafræðabækurnar urðu ekki fyrir miklu sliti. En svo deyr móðir hans skömmu síðar. Þá var þröskuldurinn úr vegi milli hans og köllunarinnar, og Amundsen fer hiklaust að búa sig undir lífsstarfið, ræður sig sem vika- dreng á selveiðaskip vorið 1894 og tekur stýrimannspróf ári síðar. Læknastúdentinn! í janúar 1896 fer hann í rúmlega þriggja vikna skíðaferð upp á Harðangursjökul, og þegar fyrsta tækifæri býðst til heimskautafarar, þiggur hann það — og þurfti að neyta allra bragða til að fá að fylgjast með. Það var í suðurför Belgans de Gerlache, hann varð stýrimaður þar, á skipinu »Belgica«. — Með þessari för er Amundsen kominn út í lífsstarf sitt. Það starf, sem varð hans til æfiloka, þó hann ætlaðist til annars. Þegar Amundsen kom heim aftur fil ættjarð- arinnar eftir síðasta þrekvirki sitt: fyrsta og fram að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.