Kirkjuritið - 01.06.1938, Qupperneq 7

Kirkjuritið - 01.06.1938, Qupperneq 7
Kirkjuritið. „Herra hvíldardagsins“. 221 stríðnanna eru kulnaðir, raddir heimslífsins hljóðnaðar, en í sálinni lifir tilfinning óendanlegrar hvíldar og' í líkamanum unaðsleg samræmiskend og kyrð, svo að jafnvel þó sálin fljúgi um töfraheima liins trúarlega lífs, þreytist hún ekki, því að sjálft flug liennar verður eins og „hvild í Guði á yndislegri ferð“. Og guðsþjónustan veitir gleði. Sálin er frá Guði kom- in, á meðan hún býr í líkamanum, er hún eins og Adam og Eva burtrekin úr Eden, og eins og' þau þráðu sína mistu Paradís, svo þráir hin heilhrigða sál, í útlegðinni, upphaf sitt og' frumheimkynni, Guð. 1 önnum hvers- dagslífsins glala flestir, að meira eða minna leyti, sam- bandinu við hann og gleyma honum, en guðsþjónusta sunnudagsins á að endurnýja þetta samband, og þegar sálin finnur hann þar, þakkar lionum handleiðslu lið- inna daga og finnur, að liann er að gefa henni af sinni gnægð heilaga lífsorku til komandi, virkra starfsdaga, eignast hún aftur sína fegurslu gleði, gleði þeirrar Para- dísar, sem er glötuð — um stund. Og guðsþjónustan gerir hvíldardaginn að helgum degi. Ef vér göngum á viðavangi dimman gráveðursdag og komum svo óvænt inn í sólskinsblett, finst oss eins og hefðum vér komið inn i aðra veröld. Þannig á guðsþjón- usta sunnudagsins að vera, eins og sólskinsblettur innan um virku dagana og hvíldardagurinn öðruvísi en aðrir dagar, af því að um hann á að leika andrúmsloft yfir- jarðneskrar hvíldar og gleði frá heilagri messugerð í Iiúsi Guðs. Herra hvíldardagsins getur hver og' einn verið, þó hann leiti lióflegrar gleði, en Guð i hæslum hæðum láti oss öll elska og leita þeirrar djúpu hvíldar, þeirrar fagn- aðarriku en hljóðlátu gleði og þess andrúmslofts heilag- leikans, sem guðsþjónusta sunnudagsins í kirkju Jesú Krists gefur hvíldardeginum. Jón Auðuns.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.