Kirkjuritið - 01.06.1938, Síða 11

Kirkjuritið - 01.06.1938, Síða 11
Kirkjuritið. Er trúin hégómi? 225 Hér er nú um tvær svo andstæðar skoðanir á trúnni að ræða, að eklci virðist ástæðulaust, að menn athugi þær með gætni og stillingu, ef verða mætti til þess, að menn fyrir þá athugun gætu nálgast réttlátt og skyn- samlegt mat á trúnni. Þegar hugsað er um þessi mál, þá liggur það strax í augum uppi, að önnurhvor þessi skoð- un á trúnni hlýtur að vera röng. Ekki getur trúin verið hvorttveggja í senn æðsta hnossið og aumasti hégóminn. Báðar þessar skoðanir gætu líka verið rangar og sann- leikurinn legið einhvers staðar á milli öfganna. En það er ekki aðeins að það sé full ástæða til að reyna að gera sér rétta grein fyrir gildi trúarinnar. Það er ótvíræð skylda. Ef trúin er einliver hégómi og vitleysa, þá á ekki að viðhalda henni með þjóðinni. Og þá er það algjörlega óforsvaranlegt, að ríkið styðji trúarlega starf- semi í landinu á nokkurn liátt. Þjóðin liefir áreiðanlega ekki efni á því að verja árlega tugum og jafnvel hundr- uðum þúsunda til þess eins að viðhalda og efla vitleys una i landinu, jafnvel þó vér gengjum svo langt, að uefna þá vitleysu „meinlausa“, eins og andstæðingar trú- arinnar hafa gert. En ef trúin aftur á móti er andlegur kraftur, ein öruggasta hjálpin í lífsbaráttunni, eitt dýr- asta verðmætið, sem mannsandinn geymir, þá ber oss einnig og ekki síður skylda til að vernda hana og efla, styrkja hana og glæða i hvers manns sál. Mat vort á Irúnni hlýtur því að skapa viðhorf vort til hennar. Rétt mat trúar er því grundvöllurinn að réttu viðhorfi til hennar. En til þess að geta framkvæmt slíkt mat er fyrsta skilyrðið það, að gera sér vel og rækilega ljóst, hvað faunverulega felst í orðinu trú. Hvað er trú? Það þurf- um vér fyrst að vita ákveðið og greinilega, ef vér eigum að geta orðið hæf til þess að mynda oss rökstudda skoð- l,n um ágæti liennar eða fánýti. Ég hefi nokkura ástæðu til að ætla, að mikið vanti enn a Það, að öllum þorra manna sé fyllilega Ijóst, livað trú 1 raun og veru er. Og mér hefir virzt þetta oft koma

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.