Kirkjuritið - 01.06.1938, Side 14

Kirkjuritið - 01.06.1938, Side 14
228 Sveinn Vikingur: Júni. oft og iðulega að. Þeim, sem vér elskum, treystum vér einnig, trúum á þá að meira eða minna leyti. En kjarni allrar trúar er Iraustið, og það traust er venjulega ofið og styrkt af ást vorri og lotningu fyrir því, sem vér trú- um á. Ég hygg' nú, að um það munið þér öll geta orðið sammála, að ástin, kærleikurinn sé svo áhrifa- og afdrifaríkur þáttur í lifi voru og breytni, að ef haf- in yrði nú öflug herferð gegn honum og hann upp- rættur úr mannshjartanu, þá myndi nú lífið gerast harla dapurlegt og snautt. Og' ég hýst satt að segja elcki við, að mörg yðar mundu vilja taka þátt í slíkri herferð á móti kærleikanum. Hilt mun sönnu nær, að mörg vðar mundu vilja taka undir með skáldinu sem segir: An kærleiks sólin sjálf er köld og sérhver hlómgrund föl og himinn líkt og líkhústjöld og lífið — eintóm kvöl. Svo mikið finst oss til-um gildi kærleikans. Svo mikill yrði tómleikinn og kuldinn, ef vér yrðum honum sviftir. En hvernig er þá með trúna, þessa systurtilfinningu kærleikans? Er hún oss síður nauðsynleg? Getum vér upprætt hana, slitið hana með rótum úr hjarla voru án þess að hiða við það skaða og tjón? Og ég hið yður að muna, að ég tala liér um trúarhæfileikann sjálfan, en ekki trúarkenningarnar. Og nú ætla ég að koma hér fram með fullyrðingu, sem yður kann að furða á í bili, og finnast vera fjarstæða og öfgar, en ég vona nú samt að geta síðar fært að henni fullnægjandi rök. En fullyrðingin er þessi: Það getur bókstaflega enginn maður starfað neitt, ekki framkvæmt neitt vit- andi vits nokkurn skapaðan hlut, án trúar. Svo sterkur þáttur, svo máttugt afl er trúin i lífi vor allra, ef að er góð. Sumir yðar kunna að hrosa ofurlítið góðlátlega að svona fullyrðingu, sem þér enn ieggið engan trúnað á.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.