Kirkjuritið - 01.06.1938, Page 17

Kirkjuritið - 01.06.1938, Page 17
Kirkjuritið. Er trúin hégómi? 231 AnnaS stig trúarinnar og nokkuru víðtækara er trúin eða traustið á aðra menn. Sú trú er svo langt frá því að vera hégómi, að á lienni bvggist hvorki meira né minna en öll samskifti og samfélag manna á þessari .jörð. Orð og loforð annara manna-fá giltli sitl frá þeirri trú, sem vér höfum á þeim og því trausti, sem vér berum í brjósti til þeirra. Og þessi trú, trúin á mennina, hún hefir tvent í för með sér. Hún leysir bundna krafta í oss sjálfum, sem svo koma fram í félagslegu starfi og samstiltum átökum, og hún opnar sálir vorar fyrir inn- streymi liugsana og krafta og oft og tíðum ómetanlegrar Iijálpar og huggunar frá öðrum mönnum. Flestir munu sammála um það, að það sé ekki aðeins æskilegt, að sjúk- ur maður hafi traust á lækni sínum, heldur sé það bein nauðsyn. Og vart mún sá maður geta veitt þér mikla huggun eða styrk í andstreymi og raunum, sem þú trevst- ir í engu og liefir enga trú á. Eða hvernig stendur á því, að ókunnur maðiir getur ekki huggað grátandi barn, þó hann hafi einlægan vilja á því og leggi sig fram til þess, en um leið og móðirin tekur barnið í fang sitt, hættir það að g'ráta? Það er af því, að barnið trúir og treystir móður- imii, en ekki ókunnuga manninum. Trúin er því skilvrðið fjTÍr því, að hægt sé að hugga það. Og trú vor á mennina verður altaf skilvrðið fyrir því, að vér getum öðlast mikils- verðustu hjálpina, sem þeir vilja og geta látið oss i té. Ég get ekki séð möguleika fyrir neinum félagsskap, vin- attu, eða samstarfi án trúar, án trausts á aðra menn. ttg því er það, að ef við glötum algerlega þeirri trú, trúnni á mennina, þá erum vér áreiðanlega ver farin eft- )r en áður, þá eru um leið öll vináttu og félagsbönd rof- m, og grundvellinum undir mannlegu samstarfi í hurtu kipt. „Hrörnar þöll, sú es stendr þorpi á, hlýr at henni körkr né harr“, segir i Hávamálum. Og þeim verður liíið áreiðanlega ömurlegt og snautt, sem engum trúir °g engum treystir. Það munu menn sanna og það hafa Þeir sannað.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.