Kirkjuritið - 01.06.1938, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.06.1938, Qupperneq 25
Kirkjuritið. MIKILHÆFUR RITHÖFUNDUR LÁTINN. Einar Hjörleifsson Kvaran rithöfundur andaðist 21. maí síðastliðinn. Hann var fæddur 6. des. 1859 í Valla- nesi á Fljótsdalshéraði, sonur séra Hjörleifs Einarssonar síðast prests að Undirfelli í Vatnsdal. Einar var kominn af einni gáfuðustu og kunnustu prestaætt austanlands. Getur hann þess sjálfur i einu riti sínu, að hann var 10. maður frá skáldinu sr. Einari Sigurðssyni í Eydölum, og að langflestir forfeðra hans milli þeirra nafnanna voru prestar. Þetta ætterni Einars mun flestum hafa þott ihugunarvert í sambandi við þau málefni, sem hann tók til meðferðar i flestum ritum sínum. Hér er aðeins rúm fvrir örfá minningarorð. En þess eðlis voru ritstörf Einars Hjörleifssonar Kvarans, að það mætti öllum virðast sjálfsagt, að hans sé getið að nokkuru í tímariti íslenzku kirkjunnar. Höf. þessara lína er þeirrar skoðunar, að sá rithöf- undur muni langlífastur verða með þjóð sinni, sem lagt hefir í verk sín mest af þeim fjársjóðum, er ekki grand- ar mölur né ryð, hinum eilífu hugsjónum og sánnind- um, sem aldrei fyrnast. Og um það mun naumast verða deilt, að þessi efni vildi Einar H. Kvaran bera á horð í ritum sínum. Ekkert er jafn augljóst í skáldritum Einars H. Kvar- ans sem samúð hans, sá kærleikur, sem vill umbera alt, vill skilja bróðurlegum skilningi kjör og sálarlíf smælingja og lítilmagna mannlífsins, og fara mildum hróðurhöndum um breyskleika þeirra. Af öllu, sem Ein- ar H. Kvaran hefir látið frá sér fara, verða mér minnis-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.