Kirkjuritið - 01.06.1938, Side 30

Kirkjuritið - 01.06.1938, Side 30
244 Helgi Konráðsson: Júní. verður skilið, að hann vann fvrir þeim vinsældum, sem hann naut, og trausti manna, er fólu honum mörg trúnaðarstörf. Ilinu hei' ekki að neila, að þeir, sem kyntust séra Arnóri litið, gátu fengið allrangar hugmyndir um hann. Hann var mjög hispurslaus í framkomu og sköðunum. Hnittinn var hann í svörum og skemtinn. En á ínanu- fundum og þegar hiti komst í umræður varð hann stund- um allóvæginn og beroi'ður, enda skapmikill. Hann gat verið óþægilega hreinskilinn og jafnvel ómjúkur í við- móti í fyrstu. En því lengri sem kynni manna urðu við liann, því hlýrri hug háru menn til lians og mátu hann meira. Drengskapur hans og sáttfýsi áttu ekki minstan þáttinn i þvi. Um prestsstöi’f séra Arnórs vil ég tilfæra orð Sigurðar frá Vigur í sömu grein og áður var minst á: „Sóknar- börn hans báru honum það vitni, að hann væri klerkur góður, og var hann mjög vinsæll af þeim. Og þegar liaixn lét af embætti fyrir aldurs sakir, sendu sóknarbörn lians kirkjustjórninni áskorun og beiðni um að fá að njóta lengur prestsþjónustu hans. Var hann stuttorður og gagnorður í ræðum sínum, en laus við mælgi og orð- skrúð. Fór orð af góðum ræðum hans við ýms tækifæri. Lagði hann áherzlu á, að vandað væri til kristilegrar ui)])fræðslu barna í sóknum sinum og vann sjálfur af hinni mestu alúð að þeim störfum, enda var hann lag- inn og ötull kennari og hinn áhugasamasti um alla fræðslu almennings. Frjálslyndur var hann i trúmálum sem í öðrum efnum og ekki kreddufastur, en einlægur og staðfastur. Var lxann einfaidur og lxreinskilinn í sinni þjónustu við Guð og menn“. En prestsstarfið varð honum of þröngur verkahring- ur. Athafnaþörf hans knúði hann úl í ýms önnur störf fvrir sveit sína og liérað. Hann hafði mikinn félagsþroska og skilning á félags-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.