Kirkjuritið - 01.06.1938, Side 31

Kirkjuritið - 01.06.1938, Side 31
Kirkjuritið. Arnór Árnason. 245 samtökum manna. Þannig beitli hann sér fyrir kaupfé- lags- og samvinnumálum; var formaður Kaupfélags Skagfirðinga um skeið og vann því þá álit, er það var illa komið fjárliagslega. Hann var einn af stofnendum Slátursfélags Skagfirðinga og stjórnarformaður þess í 25 ár og alt til æfiloka. Hann sat lengi í sveitarstjórn og var oddviti sveitar sinnar og sýslunefndarmaður auk ýmsra annara starfa. Þótti öllum slíkum störfum vel borgið í höndum hans, því að hann var vandvirkur og gjörhugull, viðsýnn og tillögugóður. Hann var hvorltveggja í senn, fastheld- *mi á það gamla og þó hjartsýnn og framsækinn at- hafnamaður á sviði félagsmálanna og vann fjölþætt æfi- starf, sem lengi mun minst hér i Skagafirði. Og þeim, sem kyntust séra Arnóri persónulega, mun hann lengi minnisstæður. Hann var hár maður vexti °g friður sýnum og mikilúðlegúr, eins og jieir Hafna- menn fleiri. Hann var aðsópsmikill á mannfundum og vel máli farinn og skóp sér ákveðna andstöðu eða fylgi. Hálfvelgju átti hann ekki til, livorki í stjórnmálum né öðru. Veit ég ekki, hvað því hefir valdið, að hann komst ekki í fremstu röð stjórnmálamanna landsins. Hann virðist þó hafa haft alt til að bera, að svo yrði. Með séra Arnóri er hniginn einn af elzlu prestum landsins, einn af höfðingjum jieirrar stéttar, einn þeirra ■nanna, sem góðan skerf hefir lag't fram i viðreisnar- haráttu jijóðarinnar síðustu fimtiu árin. Séra Arnór var fæddur i Höfnum á Skaga lö. febrúar 1860. Hann var elzta harn Arna Sigurðssonar hrepp- stjóra í Höfnum og fyrri konu lians, Margrétar Guð- niundsdóttur. Bjuggu jiau á því glæsilega höfuðhóli V1® mikla rausn. Kom Árni sonum sínum til menta. ^éra Arnór lærðí undir skóla hjá séra Hjörleifi Ein- arssyni á Undirfelli og lauk stúdentsprófi 1884 og em- hættisprófi í Prestaskóla Islands 1886. Sama sumar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.