Kirkjuritið - 01.06.1938, Side 39

Kirkjuritið - 01.06.1938, Side 39
Kirkjuritið. Erlendar fréttir. 253 „Þjóðleg kirkja hins þýzka ríkis“. Svo nefnist nýstofnuð kirkjudeiíd á Þýzkalandi, að því er fd- varpið hér skýrir frá. Markmið hennar á að vera það, að setja bók Hitlers „ Mein Kampf“ í stað Biblíunnar og hakakrossinn í stað krossmarksins — eða m. ö. o. útrýma kristninni. En hví þá halda kirkjunafninu? Þýzka kirkjan og Karl Barth. Karl Barth prófessor hefir um hríð undanfarið dvalið í Eng- landi og látið i ljósi álit sitt á þýsku kirkjunni. Hann segir með- al annars: „Mönnum leyfist að flytja „andlegt fag'naðarerindi“, ef það kemur ekki nærri lífinu á jörðunni. En fari þeir að prédika kristlegt siðgæði í sambandi við vandamál nútímans — t. d. gegn Aríadýrkun og Gyðingahatri, þá þolist það ekki. Hitler er andvígur klerkum .og kirkju. Það er ætlun hans að laka æskulýðinn frá kirkjunni, svo að hún verði samfélag aldr- aða fólksins, er deyr út á 2—3 áratugum. Hann. hefir ekki liug- mynd um það, hvað Mótmælendastefnan er. Ef svo heldur áfram, sem nú horfir, þá verður kirkjan að hefja nýtt trúboðsstarf og nema land á Þýzkalandi. En henni nuin veitast erfitt að eignasl nógu vel mentaða þjóna. Leynilög- neglumenn hafa lokað gúðfræðiskólum Játningakirkjunnar og við guðfræðideildir háskólanna hafa verið skipaðir af pólitísk- um ástæðum óhæfir menn, sem guðfræðinemarnir hafa ekkert lil að sækja. Og að því líður, að guðfræðideildunum verði lokað“. Kirkjustríð í Júgóslafíu. I Júgóslafíu er svo farið trúarflokkum, að 7 miljóhir eru þar 1 landi grisk-kaþólskra manná, 5 miljónir rómversk-kaþólskra, Múhameðstrúarmanna og '/i miljón annara trúarflokka. Bómversk-kaþólsku kirkjunni er enn skift í stifti svo sem var fyrir stríð, og leiðir af því, að margir biskupar í Júgóslafíu verða að lúta ýmsum érlendum erkibiskupum. Þetta fyrirkomu- la8 er mjög óhentugt og leitaði páfinn því samninga við stjórn- *na ' Júgóslafíu til þess að ráða bót á því. Var hann svo slyngur 1 samningum, að mjög nærri lá síðastliðið ár, að kirkjulegur sattmáli yrði gjörður við rikisstjórnina, er trygði kaþólskum yms forréttindi í landinu og styddi vöxt og viðgáng kaþólsk- unnar. En þá þoldu grisk-kaþólskir menn ekki lengur mátið. Biskupar þeirra hannfærðu ráðherrana og þingmennina, sem greitt höfðu atkvæði með sáttmálanum, og miklar óeirðir hóf- ust. Horfði til mestu vandræða.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.