Kirkjuritið - 01.06.1938, Page 41
Kirkjuritið.
Erlendar fréttir.
255
bunct) og fór um samá leyti að gefa út tímaritiS Religion och
Kultur, sem hann sjálfur var ritstjóri fyrir til dauSadags.
Próf. Linderholm var brennandi áhugamaSur, og sjálfsagt gekk
honum gott eitt til meS liinni þungu gagnrýni, sem kirkjan varð
fyrir af honum. En sakir þess. hve neikvæður hann var, gekk
honum illa að vinna menn til fylgis við sig og sínar skoðanir.
Og síðustu æfiárin varð hann æ beiskari og taldi sig mjög mis-
skilinn og ofsóttan.
Hann lét af emhætti nokkurum vikum áður en hann dó, og
kvaddi lærisveina sína við háskólann með þessum orSum: „Alla
æfi hefi ég leitast viS aS bjarga kirkjunni, en fólk hefir ekki
viljað hlusta á mig; og jjegar ég nú læl af embætti og hverf
héðan, fer ég sem sigraður maður“.
Próf. Linderholm var vel skáldmæltur og liggja eftir liann
nokkurar góðar þýðingar á erlendum úrvalssálmum, eins og Den
store, hvide Flok, Nearer my God to thee, Lead kindly liglit
«>• fL, en aSrar sænskar þýðingar af sálmum þessum fundu
meiri náð hjá sálmabókarnefndinni, svo að hans þýðingar eru
ekki i nýju sænslui sálmabókinni. Margar raddir Iieyrði ég þó
um það i Svíþjóð, að sumar þýðingar E. L. væru betri en þær,
sem teknar voru inn.
Þegar ég dvaldi i Uppsölum veturinn 1930, hlustaði ég oft á
fyrirlestra hans í háskólanum, sem voru annars illa sóttir af
stúdentum. Þeir voru ekki eins áhrifaríkir, sem ætla mætti, bæði
'regna þess, að rómurinn var grófur og beiskjan, sem hann bjó
yfir, lét of mikið á sér bæra. — En ég var viðstaddur tvær kvöld-
guðsþjónustur lians í Þrenniiigarkirkjunni i Uppsölum, og þær
hverfa mér aldrei úr minni. — Hann var alt annar maður en í
kenslusalnum. Hér kom hann fram sem hinn hlýi, hjartavarmi,
barnslega trúaði maður. Ég lief aldrei hlustaS á einlægari prest.
Höddin, sem annars var rám og óþýð, varð alveg ný, næstum
töfrandi falleg. — Ég minnist hans með þakklæti.
Sigurjón Guðjónsson.
Albert Schweitzer,
trúboðinn frægi, starfar sem fyr i Afriku af miklu kappi. Lækn-
‘shús hans er altaf troðfult og hefir hann fjóra lækna sér til
aðstoðar og tólf hjúkrunarmenn og hjúkrunarkonur. Á kvöldin,
l>egar önnum dagsins er lokið, semur hann heimspekirit um
■'iestu andansmenn Kína. Atgervi og elja þessa snillings vekur
undrun manna og aðdáun um allan heim.