Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 9

Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 9
Kirkjuritið. Þakkir og kveðjur. 3 ing í líkingu við hið gamla ávarp postulans: „Þakkið jafn- an Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni drottins vors Jesú Krists“. Rödd liðna tímans er aldrei einhljóða. Þar renna ávalt saman fleiri raddir, oft hinar ólíkustu og sízt allar eyrum vorum jafn-geðfeldar. Eins og á bylgjum ljósvakans herst oss til eyrna, þar sem vér nú stöndum á sjónarhæð áramótanna, meðal annars svo ldjóðandi hoðskapur: „Yð- ar afbrot eru mörg; vðar frálivarfssyndir miklar“. Og hver er sá á meðal vor, sem ekki verði að taka það ávarp sem lil sín talað? Það er meira en sorglegt, að liið útlíðandi ár, sem oss var af Guði gefið sem náðarár, sem vaxtar- ár í öllu góðu, sem framsóknarár til sífelt meiri full- komnunar, skuli eftir alt saman hafa orðið oss syndar- ár. Og þó geri ég ráð fyrir, að þeir séu ekki fáir yðar á meðal, sem í byrjun ársins lögðu upp á hinn nýja áfanga lífsleiðar sinnar með það áform lifandi í sálu að kosta einlæglega kapps um, að framganga i ótta drottins og að reynast trúir köllun sinni, stundlegri og eilífri, jarðneskri og himneskri, i þeirri öruggu vissu, að þá mundi liam- ingjuleiðin vísast fundin. Því að öllum er oss það ljóst, að fyrsta skilyrði þess, að vér finnum hamingjuleiðina, er ávalt eitt og hið sama, að vjer höfum Guðs föðurlega vilja fyrir augum sem æðstu mælisnúru fyrir breytni vorri lil hugsana, orða og verka að dæmi frelsara vors, Jesú. En svo hafa efndirnar ekki orðið hetri en þetta, að rödd liðnu daganna verður til þess að saka oss um tregðu og tómlæti í stundun köllunarverks vors, um vanræktar skvldur, um ónotaðan eða illa notaðan náðartíma! En þegar vér leiðum lniga vorn að þessu, hve áfátt oss var í ýmsum greinum og hve mikið brast á, að vér mint- umst þess heits, sem vér ef til vill unnum Guði vorum himneska föður á ársins morgni, en efndum svo illa, og jafnframt minnumst þess, hversu Guð gekk ekki í rétt- lætisdóm við oss þrátt fyrir afbrot vor og vanrækslusynd-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.