Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 10

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 10
4 Jón Helgason: Janúar. ir, heldur lét sól náðar sinnar renna nýja upp yfir oss með hverjum nýjum degi alla ársins daga, — hvílíkt tilefni er oss með þvi gel'ið til að lofa og vegsama drottin og þakka honum á þessari kvöldstund ársins! En til þessa er því meiri ástæða sem oss herst önnur rödd frá vegum hins útlíðanda árs, sem ekki er síður al- vöruþrungin en hin, er hún flytur oss boðskap sinn, en liann er þessi: „All hold er gras og allur yndisleikur þess sem hlóm vallarins. Grasið visnar, blómin fölna, ])egar drottinn andar á þau.“ Þegar vér nú á kveldi ársins lítum aftur fyrir oss til gömlu gatnanna, sem vér fórum á liðnum dögum ársins, þá fær oss ekki dulizt, að fylking samferðamannanna er nú að kveldi ársins þunnskipaðri en hún var, er vér lögðum á ársins morgni upp í hinn nýja áfanga. Hér er margra að minnast, sem á þessu ári hafa hnígið í faðm dauðans. Og i þeirra tölu eru ekki aðeins menn, sem segja mætti um, að væru húnir að lifa, menn komnir að fótum fram, held- ur einnig menn á hezta aldri — á blómaskeiði lífsins og á æskuskeiði — menn og konur, sem fullyrða má um, að þjóðfélagi voru sé veruleg eftirsjón að. Að vísu getum vér sagt, að viðbættu: „sem betur fer,“ að dauðinn fari ekki i manngreinarálit fremur en hann, sem er bæði herra lífs og dauða. En alt að einu er þyngsta alvara jafn- an í för með honum, harmur, sársauki og söknuður. Dauð- inn verður oss jafnan einn hinn ógeðfeldasti gestur, sem her að dyrum lijá oss, og það engu að síður þótt vér í trú Guðs sonar vitum, að það er drottinn, algóður og alvís, sem faslákveður tölu vorra æfidaga.Þjóð vor og bæjarfélag vort hefir á þessu útlíðanda ári áll mörgum sinna mætustu sona og dætra á bak að sjá, sem skipuðu með heiðri sæti sitt í þjóð- og hæjarfélagi voru. Ekki sízt hér í marg- menninu er nú fjöldi heimila í þungum sárum saknaðar og sorgar, sem minna daglega á orðin: „Fögnuður hjarta vors er þrotinn, gleðidans vor snúinn í sorg“ (Harmlj.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.