Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 17

Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 17
Kirkjuritið. Þakkir og kveðjur. 11 flutt hér helgar tíðir eða unnið hér kirkjuleg embættis- verk. Og það þakklæti mitt nær þá ekki sízt til presta safn- aðarins, sem ég hefi átt mest saman við að sælda allra landsins presta og aldrei liafa sýnt mér annað en einlægan og fölskvalausan vinarhug í einu og öllu, alt fram á þennan dag. Ég er i þakkarskuld við margar af sóknarnefndum landsins fyrir það traust, sem þær iiafa mér í té látið, og fyrir það, hve vel þær einatt hafa tekið athugasemdum mínum.við störf þeirra og aðfinslum. Og ég er í þakkar- skuld bæði við Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju fyrir ágætt samstarf, og við Prestafélag fslands fyrir ómetan- legan stuðning, sem stjórn þess félags liefir veitt mér í störfum mínum og fyrir sívakandi áhuga hennar á mál- um kirkju vorrar. En öllu öðru fremur her mér þó að þakka góðum Guði fyrir alla hluti í nafni drottins vors Jesú Krists. Honum einum her dýrðin, heiðurinn og vegsemdin fyrir alt þetta. Því vil ég að siðustu lyfta huga í liæð til þín, ástríki, himneski faðir, þú brunnur allrar blessunar! og votta þér ófullkomnum barnsrómi þakklæti hjarta míns fyrir alt þitt umburðarlyndi í minn garð og fyrir alla þína miskunn og trúfesti, sem þú liefir aðsýnt mér óverðugum frá því er ég fyrst lærði að nefna nafn þitt og alt til þessa dags, hversu þú lézt „mér falla að erfðahlut indæla staði“ og bless- aðir sérhverja veika viðleitni mína. Ég hið þig, ástríki iaðir! fyrirgef mér, vegna sonar þíns Jesú Krists, allar mín- ar svndir og ófullkomleika, alt tómlæti i verki köllunar minnar og allar yfirsjónir i rekstri emhætta minna í'yr og síðar. Og eins og þú blessaðir mig hingað til, eins hið ég, að þéi blessir mér af ríkdómi náðar þinriar ólifaðar æfistundir mínar. — Ég fel þér, faðir, allan hag kristni þinnar og kirkju hér á landi og hið, að þú látir hjartari daga upp renna kristnihaldi þjóðar vorrar, þínu nafni til vegsemdar, en söfnuði þínum til sannra sálunota. Ég bið þig að hlessa eftirmann minn á biskupsstóli íslands og að geía honum i ríkum mæli náð til þess, að verða kirkju

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.