Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 22

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 22
1() Ásmundur Guðmundsson: Janúar. prýðilega af hendi leyst, en, sem að líkindum lætur, þótti mönn- um sviplegt í meira lagi, að fyrsta líkið, sem sungið var yfir í nýju kirkjunni, skyldi vera lík yfirsmiðsins! Kirkja þessi er úr sementssteypu, hið virðulegasta guðshús að utan og innan og sannkölluð bæjarprýði. Hún rúmar um 500 í sætum. Hefir söfn- uðurinn látið sér farast vel við hina nýju kirkju sína, og vottar ekki sízt ágæt kirkjusókn, að honum þykir verulega vænt um hið prýðilega guðshús sitt. H. Leiðarstjarnan. I. Þegar ég renni augum yfir ástandið i lieiminum nú um áramótin, koma mér í hug þessar gömlu vísur: Syrtir hafs úm viða voga, vetrarskugga dregur nær, og um himins hreiða hoga, bólstra skýin veður ær; en þú hlikar há og lieið, hin er visar mönnum leið, stjarna skær í skýjarofi, skatna þú ert ofar lofi. Hverfur alt í himni háum, hverfa stjörnur þinn um ás, og í hring á brautum bláum byrja tíðum nýja rás. En sí og æ úr sama stað, svo hefir drottinn skapað jtað, læturðu sendan leiðarstjarna Ijómann þinn til foldar barna. Ægimyrkur blasir við hið neðra um jörðina. Ógnar- öld geisar í Austurálfu, bræðravíg á Spáni, böðulsveldi i Garðaríki, hrjálæðisofsókn í Þýzkalandi, og sá þungasorti er vfir hvarvetna í löndunum, að við sjálft liggur, að úr komi benregn og allur heimur verði blóði drifinn. Hér á landi er einnig, þrátt fyrir fjarstöðuna, dimt að ýmsu leyti: Atvinnuleysi, örbirgð og dýrtíð, sundrung og ill-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.