Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 28

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 28
22 Ásmundur Guðmundsson: Janúar. arfæðingu, láta jafnframt í ljósi þá skoðun, að fleiri en þeir einir geti borið í brjósti lieila og sanna trú á guð- dóm Krists. Þetta nefndarálit hefir auðvitað ekki neitt lagagildi, en engu að síður mun það tvímælalaust liafa mikil áhrif á kirkjulífið í Englandi og leiða til einingar og blessunar. Það er bróðurhandtak lielztu leiðtoga stefnanna þriggja og mun efla með þeim samþykki og samvinnu á komandi tímum. Þannig gefur enska þjóðin öðrum kristnum þjóðum bendingu um það, hvernig þær eigi að blúa að lífsafli kristindómsins bjá sér, og sú bending og önnur tákn tím- anna eiga einnig að ná til vor hér i Norðurhöfum. VI. íslenzka þjóðin ó það kristindóminum að þakka, að bún lifir enn. Það er rétt, sem Matthías kveður: Þannig fór: í þúsund ár þú hefir lífi varist; þakkaðu Guðí, þerrðu tár, þú hefir mikið barist. Það er miskunnarverk Guðs, að vér skulum bafa stað- ist allar þær raunir og hörmungar, sem steðjað bafa að oss ytra og innra kynslóð af kynslóð. Hann befir leyft oss að borfa upp í lieiðan himin sinn, er Kristur benti oss til. Föðurkærleiki hans liefir látið ásjónu sína lýsa yfir oss og verið oss náðugur. Vér kunnum ekki að vegsama hann fyrir það eins og ber. Hvernig myndi bafa farið, ef landið liefði ekki aðeins verið alheiðið hundrað heldur þúsund vetra? Ef engin ljós hefðu verið kveikt að Skálholti eða Hólum? Ef engin kirkja hefði risið til að laða fólk til sin og lýsa vegfarendum? Ef engin Iiugg- un hefði fengist í hörmum og nauðum Sturlungaaldar, Svartadauða, raunum elds og ísa, Móðuharðindum, áþján og óáran mannfólksins? Hefði leiðarstjarnan ekki rofið skýjasortann yfir landinu og bent heztu sonum þess á

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.