Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 37

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 37
KirkjuritiS. F. .1. R.: Séra Bjarni Þorsteinsson. 31 virkni, sem aldrei bregst, næmur smekkur og djúp til- finning, samfara trúarlegum innileik og tilbeiðsluþrá. Er auðheyrt á öllum tónverkum hans, að þar slær heitt hjarta á bak við. Þessvegna hafa þau átt svo greiða götu að hjörtum almennings. Auk þessa rak séra Bjarni annað þjóðnytjastarf, sem ekki verður þakkað um of. Það var söfnun hans og út- gáfa á „íslenzkum þjóðlögum“. Kom það safn út á ár- unum 1906—1909. Er þar samankomið aldarfjórðungs- starf, byrjað í skóla 1880 og endað 1905. Með því verki hefir verið bjargað frá glötun ómetanlegum fjársjóðum, svo að ef jafna ætti því verki við eitthvað annað að menningarlegu verðmæti, þá væri það lielzt þjóðsagna- söfnun Jóns Árnasonar. Ennfremur liggja önnur merki- leg ritstörf eftir hann, svo sem „Saga Siglufjarðar“, :,Ættartölur“ og talsvert mikið handrita, mestmegnis sögulegs efnis. Séra Bjarni hlaut ýmiskonar viðurkenningu og lieið- ursmerki í lifanda lífi. Hann var gerður lieiðursborgai'i Sigluf jarðar, jjrófessor, og riddari af ísl. Fálkaorðunni. Hann var kvæntur Sigríði Lárusdóltur Blöndal, sýslu- manns á Kornsá, hinni merkustu konu. Áttu þau 5 börn, eu ólu auk þess upp 2 fósturhörn. Frú Sigríður andaðist snemma árs 1929. Séra Bjarni lét af embætti 1. júli 1935. Síðastliðið liaust fluttist hann til Reykjavíkur til dóttur Slnnar og' tengdasonar. Þar andaðist liann. Hann var iurðsunginn á Siglufirði 18. ágúst síðastliðinn að við- stöddu fjölmenni. Bar jarðarförin öll fagurt vitni þeirra Vlnsælda og virðingar, sem hinn látni sóknarprestur og heiðursborgari hafði notið hjá sóknarbörnum sínum. Allir prestar Eyjafjarðarprófastsdæmis, að einum und- anteknum, fylgdu hinum látna stéttarbróður. Með hálfrar aldar veru sinni á Siglufirði var síra Jnrni búinn að festa þar svo rætur, að hann vildi ekki annarsstaðar hvila. Leiði hans er í gamla Hvanneyrar- 'ii'kjugarðinum. Friðrik J. Rafnar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.