Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 38

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 38
Kristur. Enginn lífsins ræður rúnir rétt — því þykt er fyrir tjald. Spekingar og spámenn lúnir spá og reikna — í engu er hald, — alt eins þótt ’þeir þykist búnir þennan sjá í gegn um fald. Örlagaþræðir óljóst snúnir eiga í fórum máttugt vald. Einn er til, sem hefir haldið hugsjón Guðs — og ski.lið rétt, greint hans ætlun gegn um tjaldið glögt, sem væri burtu flett, andans sjónum æðsta valdið, allri breytni takmark sett, fékk, þótt ætti æ við baldið aldarfar, ei nokkurn blett. Engum líkur öðrum var ’hann ungi siðameistarinn. Langt af öllu’ í öllu bar hann, er hann flutti boðskap sinn. Lá á heirni myrkra maran, mikla hóf ’hann kyndilinn, burtu kreddu böndin skar ’hann, benti upp — í himininn. Undrun lostnir allir fundu, enginn kendi líkt og hann. Gleymdu flestir stað og stundu, störðu á þennan undramann. Orðin mild og máttug hrundu, magn og unað sérhver fann, fræddu, lýstu, bygðu, bundu, birtu æðsta sannleikann.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.