Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 42

Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 42
Benjamin Kristjánsson: Janúar. 36 11. Endurvakningin kom eins og vorleysing. Hún kom, þegar frelsisþráin tók að flæða inn í hugina. Og þessi Iiræring vatnsins var fyrst og fremst andleg, orðin til fyr- ir hugsjón þess, sem glatað var, en vinna skyldi. Þannig bendir Jónas Hallgrímsson bæði til fornaldarinnar og framtíðarinnar og snýr orðum sínum í dynjandi eggjun. Þessi blíði fegurðardýrkandi gat einnig blásið í storm- lúðurinn og sagl: „Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir Guði að treysta, hlekki að hrisla, ldýða réttu, góðs að bíða? Fagur er dalur og fyllist skógi, og frjálsir menn, þegar aldir renna. Skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa, en þessu trúið.“ Þannig fara miklar hræringar af stað. Það verður að hyrja á því, að yrkja þær inn í hugina. Þær fara af stað eins og hugsjónir, sem vér verðum að trúa á, til þess að vér förum að vinna að þeim. Og þetta er það, sem gerist með hinni íslenzku þjóð. Hún fer að trúa á frelsið, ekki aðeins, að frelsið hafi í för með sér æðri lífshamingju, lieldur einnig hinu, að unt sé að öðlast það. Þjóðin verður samhuga um það, að sjálfstæði landsins verði að endur- heiinta og jafnframt vaknar löngunin til að rífa sig upp úr ófremdarmókinu. Þjóðin fær ákafa löngun til að hefj- ast handa með að ryðja og rækta landið, og byggja hér upp likamlega og andlega menningu. Alt þetta vaknar samhliða frelsisvoninni og er við hana tengt. En það voru mörg baráttuár framundan. Árið 1874 sást reyndar fyrsti dagroðinn á tindunum, enda taka þá hjörtun að brenna og það er horft móti vaxandi degi: „Islands þúsund ár voru morgunsins húmköldu hrvnjandi tár, sem hitna við skínandi sól“.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.