Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 50

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 50
44 Benjamín Kristjánsson: Janúar. girni, víðsýni og' drenglund. ()g þegar um það er að ræða, að standa vörð um fullveldi vort og stjórnmálalegt frelsi, skyldi það þá vera leiðin, að lækka markið, telja hver öðrum trú um, að tilveran sé stríð allra gegn öllum, menn- irnir séu dýr, knúin áfram af eigingjörnum hvötum og afrekin verði unnin nieð ofbeldisverknnum? Nei, leiðin er að trúa á hið góða og fagra, sem koma skal af þvi, að það er tilgangur lífsins sjálfs. Eins og dýrið vex frá moldinni, þannig á maðurinn að vaxa frá dýrinn til þeirrar fegurðar og göfgi, sem er æðri hinum blindu livötum. Takmark mannsins er að verða hugsandi sál, vera, sem er jafnvel fær um að gang- ast undir þjáning og brjóta odd af oflæti sínu, ef það er nauðsynlegt til að ryðja veginn fvrir hamingju komandi kynslóða. Þetta er það, sem móðirin gerir, er hún elur upp barn sitt og leggur fram alla krafta sina og orku til að gera beinar hrantir þess. Þetla er það, sem kærleiknr- inn gerir, hvar sem hann hefir náð að þroskast með mönn- unum. Þetta er vegur kristindómsins, sem vér boðum, en förum ekki, nema svo örsjaldan. En cnda þótt vér kiknum of oft i hugsjónabaráttunni og gefumst upp, þar sem vegurinn er brattur og við örðug- leika að etja, þá megum vér þó aldrei afneita sjálfri hug- sjóninni, né smækka liana, né missa sjónar af henni, ef oss er mögulegt annað. Vér megum ekki kaupa oss örlitil stundarþægindi með því að flækja oss sjálf eða afkom- endur vora i skuldum. Vér megum aldrei kaupa oss lílils- liáttar hagsmunalegan ávinning með því að selja frelsi hugans. Þá förum vér að eins og Esaú, sem seldi fram- hurðarrétt sinn fyrir baunarétt. Vér glötum sjálfsvirðing- unni og tilfinningunni fyrir því, sem gott er og stórt. Því að þar sem hugsjónirnar smækka, minkar þjóðin, og þar sem hugsjónirnar deyja, deyr þjóðin. Undanhaldið endar æfinlega í glötun, eða eins og postulinn segir: Laun syndarinnar er dauði!

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.