Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 54

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 54
18 Guðmundur Einarssou: Janúar. arpriestur tók þar undir með okkur og bakkaði okkur komuna þangað með hlýjum orðum. Héldum \'ið svo aftur heim til prestsins og gistum þar í góðu yfirlæti hjá þessum Ijúfu og elskulegu hjónum, sem alt vildu og reyndu að gjöra okkur til gleði og ánægju. Næsta dag héldum við svo að Fáskrúðarbakka, en þangað er nú búið að flytja Miklaholtskirkju, og er sú kirkja nú fegursta kirkja prófastsdæmisins, en næst henni Kolbeinsstaðakirkja. Guðsþjónusta var ákveðin kl. 12 og kirkjugestir nokkuð yfir 40, og fór guðsþjónustan þar fram á sama hátt og á Kolbeinsstöð- um, og eins á öðrum kirkjum, er við töluðum í. Að guðsþjónustu lokinni héldum við áfram ferð okkar, en sóknarprestur hélt heim til sín aftur. Rigning var um daginn, svo að þegar við komum að Staðará, var hún ófær fyrir bíl. Félagi minn óð því ánaj gekk heim að Staðastað og fékk lánaða hesta hjá fyrstu kirkjugestunum, til þess að ferja mig á ylir ána. Gekk þetta alt að óskum, svo að guðsþjónustan gat farið fram að Staðastað, eins og áætlað var, kl. 5; en þar voru um 30 kirkjugestir, liefðu orðið fleiri, ef veður hefði verið nokkuru skárra. Sjálfur þjónaði ég fyrir altari þar, af því að hinn nýkonmi prestur i það prestakall býr á Búðum og gat ekki komið þvi við að koma, eins og hann þó hafði ætlað. Eftir guðsþjónustuna og að lokinni kaffidrykkju inni hjá bónda, fóru kirkjugestir — 7—8 karlmenn — með félaga mín- uin niður að Staðará og drógu þeir bíl okkar „dauðan" yfir ána, svo að við gætum haldið ferð okkar áfram, en þann dag var ferð- inni heitið til vinafólks míns að Hamarendum í Breiðuvík. Þang- að komum við svo um kl. 11 um kveldið. Heimilisandi þar er allur léttur og ljúfur og mótaður af kærleiksanda Krists, sem altaf hefir ríkt þar og mun ríkja, þvi að helg lotning fyrir hinu heilaga er þar heimilisandi. Næsta dag var svo haldið ríðandi þaðan að Hellnum, því að lengra er ekki bílfærð eftir Breiðuvík. En að Hellnum lang- aði mig að koma, þvi að þar var ég sóknarprestur í 13 ár og margir kærir vinir þar. Enda kom það nú í ljós, að þeir mundu til mín, því að þrátt fyrir úrhellingsrigningu varð kirkjan troð- full, 50—60 manns, og meir en helmingur alls safnaðarins. Um kveidið kl. 5, áttum við að tala á Búðum, en sáum, að það mundi ekki verða hægt vegna óveðurs, og að Hraunhafnará, sem við þurftum að fara sjö sinnum yfir til þess að komast þangað, væri ófær bílnum, svo að við aflýstum messu þar símleiðis. Héldum við tii Ólafsvíkur um kveldið, en aldrei rof- aði til og allir lækir iliir yfirferðar. Tók frændi minn og vinur,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.