Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 55

Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 55
Kirk.jurilið. Fcrð um Snæfellsaes. 49 séra Magnús Guðmuiidsson, og kona hans okkur með mikilli ástúð, og þar gisti ég næstu þrjár næturnar. Næsta dag, laugardag, var svo guðsþjónusta haldin að Briinils- völlum ki. 2. l>ar voru um eða yfir 50 kirkjugestir, eða sem svar- ar helming safnaðar. Þar var engin kirkja, meðan ég var sókn- arprestur þar, en guðsþjónustu hélt ég þar öðru hvoru í sam- komuhúsinu; kirkjan þar var reist sumarið 1923 og er mjög snotur. Gott var nú, eins og fyr, að koma að Brimilsvöllum. Um kveldið heimsótti ég nokkura af vinum minum í Ólafs- vik, og gjarna hefði ég viljað líta inn til fleiri, en til þess vanst ckki tínii, enda líður hann fljótt, er fundum ber sjaldan saman. Næsta dag var komið ofsarok af landsuðri, en þann dag voru guðsþjónustur áætlaðar að Ingjaldshóli kl. 12 og Ólafsvík kl. 0. Vér félagar lögðum af stað, ásamt sóknarpresti, ríðandi út að Kigjaldshóli, og gekk ferðin vel, enda áttum við undan veðri ;,ð sækja, aðeins bótti hestunum óþægilegt sandrokið undir Enninu. Á Ingjaldslióli var margt manna, enda veður þar nokkuru hæg- ara en í Ólafsvík. Þar fór fram full messa, og var sóknarprest- ur fyrir altari fyrir og eftir, að öðru leyti fór guðsþjónustan Þ'am eins og annars staðar. Sá ég þar mörg kær andlit i kirkju, en saknaði þó margra, sein áður fyr höfðu verið stöðugir kirkjugestir, en nú voru ýniist farnir burt úr bygðarlaginu, eða alfarnir liéðan heim. Eftir messu var komið þvilíkt rok, að sjórinn fram undan Enninu var einn hvítaskafningur, svo að mér þótti tvísýnt að við kæmuni hestunum lil baka á móti sandrokinu, sem hlaut að 'era alla leið undir Enninu. Þegar við komum að Enninu, lygndi snögglega og fengum við bezta veður einmitt þá leið, sem við óttuðunist mest, og vorum komnir í tæka tíð til Ólaísvíkur. Kl. G var svo haldið í kirkju, en hún var þegar orðin full- sk,Puð, þvi að veðrið var þá miklu hægara en fyr um daginn, en rétt er messa var nýbyrjuð, skall sama rokið yfir aftur, svo að kirkjan nötraði og skaif og margir urðu hræddir um, að hætta ' æri á ferðum, því að aldrei þykir fært að opna kirkju eða taka hlera frá gluggum í Ólafsvík á „stórasunnan“. En alt fór vel og allir sátu kyrrir þrátt fyrir ofsa veðursins. Næsta morgun var svo lagt af stað kl. 8, áleiðis til Stykkis- hólms, því að þar áttum við að halda guðsþjónustu síðdegis þann óag, og var nú séra Magnús með i förinni. Kl. 5 vorum við komnir í Stykkishólm, en þar hafði prestur- inn boðað messu kl. 8V4 um kvöldið, og vorum við fegnir að n,ega hvíla okkur eftir ferðina, enda fór vel um okkur hjá 4

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.