Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 36

Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 36
358 Kristleifur Þorsteinsson: Nóv.—Des. hélt alla þá tíð hinum gamla vana að sækja vel kirkju. Það sagði séra Guðmundur mér á sínum efri árum, að með þeim fámenna söfnuði hefði hann átl margar á- nægjustundir. Þar ríkti samheldni og eining, og þar mátti hann eiga víst að fara ekki erindisleysu, því að söfnuð- urinn lét það eklci hregðast að vera kominn á kirkjustað- inn á réttum tíma. Á mínum ungdómsárum þóttu það helgispjöll að vinna á sunnudögum nema aðeins þau heimilisverk, sem elcki urðu umflúin. Þótt kappsamlega og livíldarlítið væri unnið að heyskap alla virka daga, snertu menn ekki við því að snúa flekk á sunnudegi, nema því aðeins að um langa óþurka væri að ræða, en þó ekki fyr en búið var að lesa húslestur og syngja fyrir og eftir. Víða var föst regla að byrja liúslestur á sama tíma dags. Á heimili for- eldra minna var þess stranglega gætt að hyrja söng til lesturs, þegar klukkan sló ellefu fyrir liádegi. Áður en klukkan sló var húið að taka til sálmana og finna lest- urinn. Mátti engu skeika frá ])essum forna vana. Þótl til gesta sæist, var það ekki látið neinu raska. Þegar þeir voru búnir að gera vart við sig, var þeim boðið inn til þess að lilýða lestri, eða því sem þá var eftir af lestrin- um. Minnisstætt er mér það frá bernskudögum, þegar skagfirzkir bændur, sem voru í skreiðarferðum á Suður- nes, komu á heimili foreldra minna, þegar áning þeirra bar upp á sunnudag, til þess að hlýða lestri. Tóku þeir þá að sér sönginn. Þótti það nýbreytni og skemtun. Hefi ég lýst því nokkuð á öðrum stað. Ég minnist Skagfirðing- anna í þessu sambandi þvi til sönnunar, að heimilisguðs- dýrkun hefir verið rækt þar á sama hátt og hér og engu miður á suinum bæjum. Það sagði Símon Dalaskáld mér um einn bónda í Skagafirði, að hann liefði verið svo guð- rækinn, að hann hafði lesið guðsorð alla daga áður hann fór á engjar um sláttinn, hvað þá aðra daga ársins. Bóndi þessi var Hannes Pétursson frá Valadal, faðir Pálma rektors. Hér var víða föst regla að syngja og lesa þrjá

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.