Kirkjuritið - 01.01.1942, Blaðsíða 8
2
T. H. K.: Þrír sálmar.
Janúar.
Útgöngusálmur.
Lag: Ég heyröi Jesú himneskt orð.
Ég héðan geng með glaða lund.
ó, Guð, af þinni náð.
Legg öll mín spor í átt til þín.
Vertu’ æ mitt hjálparráð.
I straumi lífsins styð mig fast,
og stjaka jökum frá.
Og þegar elfan æðir grimm,
mig yfirgef ei þá.
Og ef að sólin á mig slcín
og yljar huga minn,
þá kom þú, góði Guð, til mín
með geislum hennar inn.
Skírnarsálmur.
Lag: Ég heyrði Jesú himneskt orð.
Ó, drottinn Guð! Með djúpri þökk
í dag vér leitum þín.
Frá bljúgum hugum berast nú
vor bænarorð til þín.
Þú gafst oss, mildi Guð, af náð,
þá gjöf, sem dýrust er:
Hið ljúfa barn, sem lagt er nú
í líknarfaðm á þér.
Vert þú því ætíð leiðarljós
á lífsins dimmu braut,
og huggun, vernd og hlíf og skjól
í hverri sorg og þraut.
Styð þú það fast með styrkri mund
þá stund, það dvelur hér,
og vísa því þá lífsins leið
að lifa einum þér.
Já, bú þér, drottinn, bjartan stað
í barnsins hreinu sál.
Ó, faðir, heyr, á helgri stund,
vort hjartans bænarmál.