Kirkjuritið - 01.01.1942, Blaðsíða 27
Kirkjuritið.
Móse.
21
það óbifanlegt trúartraust og' þrek. Þrautanna og hættn-
anna var ekki heldur lengi að híða. Þegar flokkurinn
var kominn austur að Rauðahafi, sá jóreyk þyrlast upp
í vestri og færast óðum nær. Það voru Egiptar á hestum
og vögnum að sækja strokulýðinn. Dauðinn var á hæl-
um þeim eða þrældómur dauða verra. Hvar var nú
hjálpar að vænta fyrir hópinn vegmóða og hnípna?
Hann liefir grátið og kveinað af hræðslu og sárum kviða,
en Móse hrópaði á hjálp Jahve og fjelst hvergi hugur.
Nú fer þrennum sögnum í heimildunum um atburð
þann, er við tók, en öllum ber þeim að lokum saman
um úrslitin. Elzta frásögnin og hin réttasta er á þessa
leið:
„Og skýstólpinn, sem var fyrir framan þá, færðist og
stóð að haki þeim; og var skýið myrkt annarsvegar, en
annarsvegar lýsti það upp nóttina. Og Jahve lét hvassan
austanvind hlása alla nóttina og hægja sjónum hurt og
gjörði hafið að þurlendi. En á morgunvökunni leit Jahve
}Tfir lið Egypta í elds- og skýstólpanum, og sló felmti i
lið Egipta, og liann lét vagna þeirra ganga af hjólunum,
svo að þeim sóttist leiðin erfiðlega. Þá sögðu Egiptar:
Flýjum fyrir Israel, þvi að Jahve berst með þeim móti
Egiptum. Og sjórinn féll aftur undir morguninn í far-
veg sinn, en Egiptar flýðu beint í móti aðfallinu, og
keyrði Jahve þá mitt í hafið. Ekki nokkur einn þeirra
komst lifs af. Þannig frelsaði Jahve ísrael á þeim degi
undan valdi Egipta, og ísrael sá Egipta liggja dauða á
sjávarströndinni“.
Frásögnin er i samræmi við hendingar, sem ortar
voru þegar eftir athurðinn og systir Móse og aðrar kon-
ur súngu með bumbum og' dansi:
„Lofsyngið Jahve, því að hann hefir sig dýrlegan gjört,
liestum og riddurum sfeypti hann í hafið“.
Bak við þessar heimildir má eygja athurðinn eins og
hann hefir gjörst. Eldstólpinn og skýstólpinn og aðfallið,
sem keyrir Egipta mitt í hafið, benda skýrt á eldgos og'