Kirkjuritið - 01.01.1942, Blaðsíða 24
18
Ásmundur Guðmundsson:
Janúar.
andi til borgarsmíða, er hann vildi með engu móti sleppa
úr landi, og láta deyða smábörn fyrir ótta sakir við
það, að þessar fáu kynkvíslir yrðu ofjarlar heimsveldis-
ins egipzka. Þrátt fyrir egipzka uppeldið var Móse hreinn
og sannur Hebrei, og verður þess jafnvel hvergi vart
síðar, að egipzkar trúarskoðanir hafi á nokkurn hátt
mótað trú hans. Blóðtengslin hinda hann fastar við bræð-
ur sina í ánauðinni en menningin við egipzku drotnar-
ana. Hann gat ekki horft svo á hina ójöfnu viðureign,
að honum sylli ekki móður, og hann vann það verk, sem
braut allar brýr að baki honum á Egiptalandi, og hann
varð að fara landflótta til þess að bjarga lífi sínu.
Þessi þátttaka Móse í kjörum lítihnagnanna gegn of-
beldi og ofurefli varð með undursamlegum hætti til þess,
að hann skyldi seinna vinna brautryðjandastarf sitt.
Hann flýði austur yfir eyðimörkina og lét ekki staðar
numið fyr en í öræfunum norðanvert við eystri fjörð-
inn inn af Rauðahafinu. Áttu Midíanítar lieima á þeim
slóðum. Þeir voru hirðingjar og fóru að ránum. Meðal
þeirra bjó þá Jetró prestur, andlegur forystumaður,
stjórnsamur og djúpvitur. Hann var kominn af Kenít-
um, sem áttu um hríð lieima suð-austantil í Ivanaan-
landi. Þeir hafa nefnt guð sinn Jahve og Jetró verið prest-
ur hans. Ætla því ýmsir vísindamenn, að Midíanítar þar
hafi einnig verið Jahvetrúar og Jetró verið leiðtogi þeirra
í trúarefnum. Móse gengur nú í þjónustu þessa mikla
ættarhöfðingja og verður tengdasonur lians. Hefir hon-
um eflaust verið ljúft að hlýða á trúarkenningar hins
reynda og spaka manns, enda hlítti hann ráðum hans í
þeim vanda, sem honum bar seinna að böndum.
Á árunum, sem Móse dvelur í Midíanslandi, öðlast
bann sannfæringu um það, að Jahve kalli sig til þess að
leiða Israelsmenn burt af Egiptalandi, úr þrældómshús-
inu til frelsis og sjálfstæðis. Eru þrjár frásagnir mis-
gamlar um köllun hans, hver með sínum hætti, og hera
þær ljóst vitni þess, hversu mjög þjóðin hefir beitt í-