Kirkjuritið - 01.01.1942, Blaðsíða 19
KirkjuritiS.
E. M. J.: Ó, .Tesús Kristur, herra hár 13
Ó, drottinn Jesús, dýrð sé þér
um daga’ og nætur allra tíma.
Um þína tign oss tala ber
á tungumálum allra lýða.
Þótt stríð og róstur heimur heyi,
og hrynji voldug ríkja-hákn,
þitt heilagt krossmark haggast eigi,
ið himinborna kærleikstákn
á mannlífsvegi.
Einar M. Jónsson.
Ég íór til starfs.
Langt var liðið á nótt, þegar við séra Ingólfur Þorvalds-
son, sóknarprestur í Ólafsfirði, stigum á land í Grímsey.
Það var þegar tekið að roða af hinni upprennandi hvíta-
sunnusól. Presturinn var að koma til eyjarinnar til þess
að messa þar á hátíðinni, en ég var að koma til sumar-
dvalar. Okkur samdist svo, að við skyldum báðir prédika
við messuna, hann fyrst og kynna mig á eftir söfnuðin-
um, en ég síðan flytja aðkomuræðu mína. Þetta álcváðum
við, er við vorum háttaðir í herbergi því, sem við fengum
næturdvöl í á Miðgörðum í Grímsey.
Um morguninn skrifaði svo séra Ingólfur messuboð og
fékk unglinga til þess að bera þau á milli bæja — það er
ekki langrar stundar verlc að kveðja söfnuðinn saman, því
að vegalengdir eru ekki miklar. Eftir hádegi tók fóllc að
streyma að, og innan skamms var kirkjan full. Ég hafði
búist við þessu alt öðruvisi en raun varð á, lítilli kirkju-
sókn og daufum söng. En þetta var á annan veg: Um alla
kirkjuna tóku undir fjölmargar raddir karla og kvenna,
ekki aðeins einraddað, heldur var einnig bassinn sunginn.
Þetta er enn eftir af starfi séra Matthíasar Eggertssonar,
sem hafði komið hér upp kórsöng í kirkjunni.