Kirkjuritið - 01.01.1942, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.01.1942, Blaðsíða 32
26 Ásmundur Guðmundsson: Janúar. og siðaboð vorn vel fallin til hvorstveggja, að vera klöpp- uð á stein og geymd í minni og talin á fingrum sér. Og liliðstæð, forn dæmi er einnig að finna hjá Egiptum og Babýloníumönnum. Það hefir verið mikilfengleg og hátíðleg stund, þegar Móse stefndi öllu fólkinu saman úr tjöldunum og hóf upp raust sína og mælti fram boðorðin i nafni Jahve með þeim myndugleika, að menn gátu hugsað sér, að guðinn sjálfur væri að tala. Má ætia, að þau hafi upp- haflega hljóðað eitthvað á þessa leið: 1. Ég er Jahve, guð þinn. Þú skalt enga aðra guða hafa en mig. 2. Þú skalt eigi gjöra þér neitt guðalíkneski. 3. Þú skalt eigi misbeita nafni Jaiive, guðs þíns. 4. Þú skalt halda hvíldardaginn heilagan. 5. Þú skalt heiðra föður þinn og móður. 6. Þú skalt eigi deyða. 7. Þú skalt eigi drýgja hór. 8. 'Þú skalt eigi stela. 9. Þú skalt eigi bera Ijúgvitni gegn náunga þínum. 10. Þú skalt eigi girnast eign náunga þíns. Og Móse lét ekki staðar numið við flutning boðorð- anna. Hann setti lýðnum samkvæmt þeim lög og rétt, og er fyrsti vísirinn að löggjöf ísraelsmanna þannig frá honum. Fagurri og átakanlegri mynd er brugðið upp af Móse, er hann mælir lýðnum lögskil frá morgni til kvölds og dæmir mál manna, en fólkið stendur frammi fyrir honum allan daginn. Löggjafinn ætlar einnig að bæta á sig dómarastarfinu til þess að tryggja rétta dóma. Eldmóðurinn og ósérhlífnin eru svo mikil, að hann færist meira i fang en mannlegur máttur rís undir. Loks sér hann við fortölur tengdaföður síns, að erfiðið muni verða sér um megn, og kveður menn til að dæma í öllum hin- um smærri málum. En öllum vandamálum skyldi eftir sem áður skotið til hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.