Kirkjuritið - 01.01.1942, Blaðsíða 22
16
J. P.: Ég fór til starfs.
Janúar.
sendir i þau prestaköll, þar sem enginn prestur er þjón-
andi, og þar fá þeir að starfa upp á eigin spýtur. Þa‘ð ber
vitanlega ekki að lasta það, að fagnaðarerindið skuli vera
prédikað á þessum stöðum. En nú mega þeir engin „auka-
verk“ fremja, svo að til þess er jafnan fenginn prestur úr
einhverju nærliggjandi prestakalli. Væri þá ekki betra fyrir
stúdentinn, sem settur er til þess að þjóna, að liafa dvöl
með þeim presti, sem gegnt hefir störfum í binu auða
prestakalli? Þessu verður vitanlcga ekki alls staðar komið
við. Samgönguleysið við hin auðu prestaköll yrði sums-
staðar til þess að hindra kynningu stúdentsins og safnað-
arins, en slikt má engan veginn koma fyrir. Hinsvegar
væri auðveldara fyrir guðfræðinemann að fylgjast með í
öllu því starfi, sem fyrir prestinn kemur. Þeir myndu í
sameiningu flytja guðsþjónustur, starfa að undirbúningi
in-estsverka, fara í búsvitunarferðir o. s. frv. Þetta fyrir-
komulag myndi bafa það í för með sér, að guðfræðinem-
inn fengi dálítið sýnishorn af sálgæzlustarfi prestsins, sem
sízt hefir minni þýðingu en kennimannsstarfið. Það væri
lionum ómetanlegt, ef bann hefði þar eignast grundvöll
til þess að bygga á, þegar hann fer að starfa á eigin spýt-
ur. Hingað til bafa flestir farið úl í prestskap án nokk-
urrar reynslu í þessum efnum og bafa orðið að þreifa sig
áfram á þeirri braut.
Með þessum hætti yrði því starf stúdentanna umfangs-
meira og erfiðara, en jafnframt betra fyrir bann, því að
æfi bans á ekki að líða í athafnalausri ró, beldur sífeldu
starfi og erfiði fyrir fagnaðarerindið og kirkju Ivrists.
Þetla alt dettur mér í hug, þegar ég lít um öxl yfir
sumarið og revni að skygnast fram til komandi ára. En
sú hugsun, sem sterkast grípur mig, er þó þessi: Ég fór
til starfs og er þakklátur fyrir, að ég fékk að fara.
Jóluinnes Pálmason.