Kirkjuritið - 01.12.1944, Blaðsíða 68
.1. J.: Fermingarundirbúniu'gur.
Oki.-Dos.
:íoí;
ir það vita þau þó, að liún er til annars staðar en i hönd-
um prestsins, þegar hann er að messa. Spurningunuin
er aftur á móti ætlað ]iað hlutverk að vta undir sjálf-
stæða hugsun barnanna og skerpa eftirtekl Jieirra un-
leið. Það má sízt af öllu komast inn i huga barnanna,
að það sé svndsamlegt að iiugsa sjálfstætt um trúarefni.
Og æskilegast er, að sú hreinskilni sé ríkjandi milli barn-
anna og prestsins, að hann geti í kennslu sinni komið
sem mest til móts við þan, og .með Guðs fulltingi greitl
úr þeim spurningum, sem hvíla þvngst á þeirra við:
kvæmu hugum. Annars er alltaf nokkur hætta á því, að
barnið lifi i tveimur hugarheimum, heimi kennslu-
stofunnar og hugmyndaheimi sjálfs sín. Þá lærir það lexi-
ur sínar og svarar út úr þeim, eins og ]iað heldur, að þvi
sé skvlt að svara, en undir niðri herst það sinni innri
haráttu og myndar sér sínar skoðanir og hugmyndir.
svo að segja ósnortið af efni kennslustundarinnar.
Eitt hið vandasamasta hlutverk livers kennara og prests
er þess vegna að kynnast og lifa sig inn í innra lieim
barnanna. Til sliks nægir auðvitað engin hók, heldir
kemur þar fyrst og fremst til greina sú mannþekkinu,
er reynzlan ein getur veitt, að svo miklu leyti sem hún
er ekki beinlínis náðargjöf. En ég hefi saml ætlast til,
að sumar spurningarnar gæfu tilefni til þess, að trúar-
reynzla barnanna og innra líf kæmi fram í svörunum.
Mér er það fyllilega ljóst, að í þessu efni þarf að vera
fullkominn trúnaður milli prestsins og barnanna. Oe
það gildir alls ekki einu, hvernig spurningarnar eru
notaðar. Mín aðferð hefir í fám orðum verið þessi: Ég
hefi farið bónarveg að börnuntun og lofað þeim því
skilyrðislaust að segja engum, hverju hver einstakur
hefði svarað. Ég leiðrétti heldur ekki svörin hjá hverju
einstöku barni, heldur hið þau að taka eftir í kennslu-
stundinni og vita, hvort þau fái ekki leiðréttingu á ein-
hverju, sem hafi verið skakkt. Ef einhver svör eru sérstak-
lega góð, getur verið ástæða til að vekja athygli á þeim, en