Kirkjuritið - 01.12.1944, Blaðsíða 70
308
.íakob Jónsson:
Okt.-Des.
þess verður þó stranglega að gæla að gera það ekki á þann
hátt, að það niðurlægi þau börn, sem miður befir tekizt.
Þegar um viðkvæmustu spurningarnar er að ræða, liefi
ég beðið börnin að svara þeim á sérstöku blaði eða jafn-
vel í sendibréfi, til þess að vera ennþá vissari um, að
þau færi ekki fleiri á milli. Af slíkum bréfum hefi ég
lært mikið um dagana, og oft liefi ég séð eftir þeim i
eldinn, en um það er ekki að fást. Þau mega ekki í ann-
arra hendur komast að mér liðnum, fremur en lífs.
Ef timi eða tækifæri er til, getur það verið mjög mikils
virði, að börnin geri stil um námsefnið. (Sbr. bls. 59,
5. spurningu).
Ýmsar athugasemdir kunna nú að lcoma fram, og vi!
ég því leitast við að svara þeim helztu fyrir fram.
Er þessi aðferð ekki allt of tímafrek? — Þetla fer
auðvitað eftir því, hve mörg börnin eru. Ég miða við
álíka fjölda og,liafður er í einni kennslustund í öðrum
námsgi’einum í venjulegum barnaskóla. Þeir prestar,
sem fleii’i börn hafa, vei’ða að sjálfsögðu að skipta börn-
unum í liæfilega mai’ga hópa, ef þau eiga að liafa full
not af kennslunni. Við megum helzt ekki gera í því efm
mínni kröfur til hins kirkjulega skóla en gerðar eru lil
barnaskólanna yfirleitt.
Fá börnin ekki hjálp hjá foreldrum sínum til að svara
spurningunum ? — Einstaka sinnum hefi ég oi'ðið þess
var, að slík aðstoð liefir verið veitt, en helzt þar sem
þörf var á lienni. En þegar svo stendur á, er ii sjálfu sér
ekkert á móti því, að einhver samvinna sé milli heim-
ilis og skóla um uppfræðslu barnsins. Eðlilegast er þó
að hjálp foreldranna sé veitt í fullu samráði við prestinn.
Loks gizka ég á, að einstöku manni kunni að þykja
of mikið sett fyrir, ef heill kafli er tekinn fyrir í einu
En þar sem flestir ritningakaflarnir eru sögui’, sem líka
eru í Biblíusögunum, er þar í raun og veru um endur-
lestur að í-æða. Sumar greinar korna fyrir oftar en einu
sinni. Auk þess verður að gera ráð fýrir, að megin-