Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 75

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 75
Kirkjuritið. Deildarfundir Prestafélagsins. 313 steinn Briem ávarpsorð. Hvatti liann deildarmenn i anda orð- anna i I. Kor. 10,13 og minnti á það Ijós píslarvættisins, sem nú hefir á ný runnið upp í heimi kristninnar. Um kvöldið var lialdin guðsþjónusta i Borgarnesi, og prédik- aði þar séra Þorsteinn L. Jónsson í Söðulsholti og lagði út af Lk. 15, 11—32, en að guðsþjónustunni lokinni flutti séra Þor- grímur V. Sigurðsson erindi, er hann nefndi Krossinn. Aðalumræðuefni fundarins hafði verið ákveðið: Húsvitjahir og söfnun versa og bæna. Flutti séra Magnús Guðmundsson it- arlegt framsöguerindi. Rakti hann sögu húsvitjana frá byrjun, skýrði frá reynslu sinni af húsvitjunum í sínu prestsstarfi og að lokum starfi sínu að söfnun versa og hæna við siðustu hús- vitjun. Taldi hann það starf hafa komið sér i nánara samband við sóknarfólk sitt en fyrr hefði verið kostur á, og taldi hánn þó liúsvitjanir hafa verið þann þátt preststarfs sins, sem veitt hefði sér einna dýrmætasta reynslu. Eftir nokkrar umræður um málið var samþykkt að fela rit- ara deildarinnar að skrifa þeim deildarmönnum, sem fjarver- andi voru, og biðja þá að halda áfram söfnun á versum og bæn- um og senda formanni deildarinnar. Til fyrirlestrahalds við skólana á deildarsvæðinu voru ráðn- ir: Að Reykholti séra Þorgrimur Sigurðsson og að Hvanneyri séra Stefán Eggertsson. Stjórninni var falið að semja við séra Pétur Oddsson um fyrirlestra við Staðarfellsskólann. Formaður las prédikun Kaj Munks á fimmta sunnudag eftir páska í ræðusafni hans: „Við Babýlons fljót“, en fundarmenn sungu sálma á undan og eftir. Að öðru leyti áttu fundarmenn frjálsar samræður um starf sitt og áhugamál, ýmist sameiginlega eða einslega. Formaður deildarinnar flutti undir fundarlok frásögn um höfund sálmsins: „Ó, þá náð að eiga Jesúm“, Joseph Scriven. Stjórn Hallgrimsdeildar skipa nú: Séra Þorsteinn Briem for- maður, séra Björn Magnússon og séra Magnús Guðmundsson. Fréttir. Samband austfirzkra kirkjukóra. Sigurður Birkis söngmálastjóri hefir, sem kunnugt er, uiinið hið mesta þrekvirki undanfarin ár með -stofnun nýrra kirkju- kóra viða um land, enda virðist hann hafa alla þá kosli til að bera, er til þess þarf. Nú hafa 9 austfirzkir kirkjukórar stofnað samband sin á milli 9. f. m., og er það fyrsta samband kirkjú-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.