Kirkjuritið - 01.12.1944, Blaðsíða 30
Okt.-Des.
Messugjörð í Reykholtskirkju
fyrir 70 árum.
Allt frani \rfir 1870 héldust kirkjurækni og kirkjuferð-
ir í sínu forna fari og a. m. k. litið breytt frá þvi, sem
verið liafði öld eftir öld. Fólkið trúði þvi næstum und-
antekningarlaust, að hver bókstafur Biblíunnar væri
heilagur sannleikur. Sunnudagana bar öllum að halda
lieilaga og rækja bæði húslestra og' kirkjuferðir, en
vinna það eitt, sem ekki varð umflúið. Þessar venj-
ur leyfðu sér þá fáir að brjóta nema í brýnustu nauð-
syn. Aldrei var eins ánægjulegt fyrir sveitafólkið að
sækja kirkju eins og um liásumarið. Þótt hey lægi
hálfþurrt i flekkjum á sunnudögum, var það látið liggja
óhreyft. Þótt vinnukappið væri látlaust alla virka daga,
var ekki svo ánauðugt hjú, að því væri ælluð heyvinna
á sunnudögum. Ef ekki var um forföll að ræða, bar öll-
um heilög skylda að fara til sóknarkirkju sinnar þá
daga, sem bar að messa. En liilt kom fyrir, að ungu fólki
þótti það tilbreytingarlítið og hversdagslegt og þráði að
sjá sig um i fleiri kirkjum. Af öllum borgfirzkum kirkj-
um var í þá daga Reykholtskirkja mest sótl af utansókn-
arfólki. Bar margt til þess, að svo var gert: Staðurinn
fornfrægur, kirkjan í þéttbyggðri sveit, reiðvegir góðir
að sumarlagi og auk þessa oftast afburða prestar á staðn-
um. Þá voru og í sókninni i og með raddmenn í betra
lagi, þótt nöfn þeirra flestra séu nú gleymd. Heyrði ég
fyrst getið um frábæran söngmann í Beykholtssókn, er
uppi var á síðari hluta 18. aldar. Var það Halldór Há-
konarson, bóndi á Skáney. Halldór var ættaður frá Hurð-
árbaki, albróðir Helgu, konu Jóns Þorvaldssonar í