Kirkjuritið - 01.12.1944, Blaðsíða 61
Kirkjuritið. Hvað getur bjargað mennirigunni ?
299
getur flutt þær kenningar, sem Kristur Jjoðaði og úl-
skýrt lögmál guðsrikisins fyrir þá, sem eyru liafa til að
lievra og skilning lil að veita kenningunni viðtöku.
En mennirnir verða sjálfir að vilja það. Kirkjan bind-
ur engan á höndum og fótuni og flytur hann inn i
guðshús til að reyna að frelsa hann þar. Hún liefir enga
aðferð til að knýja þá lil að koma, nema fortölur, sem
koma að litlu gagni þeim, sem eklci vilja á þær hlýða.
Það var jafnvel takmarkaður hópur, sem fékkst til að
hlýða á meistarann sjálfan, og skorti hann þó hvorki
vizkuna né málsnilldina. Fræðimenn þeirra tíma sner-
usl á móti honum, og allir vfirgáfu Iiann að lokum á
krossinum.
Sé það samt álit hinna vitrustu manna, að ekkerl
neina trúin geti bjargað mannkyninu frá voða og eyði-
leggingu, þá er það auðséð mál, að það er ekki á valdi
prestanna einna, að sú björg geti tekizt. Það er harla
mikið á valdi þeirra, sem utan við kirkjuna standa i
orði eða á borði. Það er ekki sizt á valdi þeirra, sem
standa álengdar og dæma og segja: Hví frelsið ])ið ekki
heiminn ?
Eins og Kristur sagði: Komið til mín allir þér, sem
erfiðið og þunga eruð hlaðnir, eins segir kirkja hans:
Komið til mín, hlustið á þann áríðandi boðskap, sem
ég hefi að flytja. Trúið honuiri! Breytið eftir honum og
reynslan mun sanna yður, að kenningin er hjá Guði.
Yður kann að virðast það fjarstæða, að hugsa meira
um aðra en sjálfan sig, að bjóða vinstri vangann, sé mað-
ur lostinn á þann hægri, að elska óvini sína og biðja
fyrir þeim, sem hata mann og ofsækja. Yður kann að
virðast ])að fjarri öllu lag'i, að launa beri illt með góðu
<>g að sælla sé að gefa en þiggja o. s. frv. Þetta er alll
andstætt eðlishvötum vorum. En væri ekki nógu gaman
að reyna þetta og sjá, hver árangurinn verður?
Vér höfum nú allt of lengi játað kristna trú, en lifað
eftir lögmálum sjálfselskunnar oss til ógæfu og glöt-