Kirkjuritið - 01.12.1944, Blaðsíða 54
292
Benjamín Kristjánsson:
Okt.-Des.
Vandinn er ekki annar né flóknari en þetta. En Russel
skilur lika þetta, sem kristin kirkja hefir ávallt vitað:
að mennirnir verða að vilja það liver og einn! Þeir
verða með hreinni viljaákvörðun að snúa sér að liinu
góða og taka að ástunda það. Inni i mannssálunum verð-
ur kraftaverkið að hefjast. Þeir verða að láta dramb og
hatur fyrir róða og sleppa aldrei voninni um, að liið
furðulegasta sé mögulegt: Menningin geti hafizt til æðra
veldis!
En hinn mikli spekingur glepmir í þessu samhandi
einu mjög mikilsverðandi alriði, sem höfundur kristin-
dómsins gleymdi ekki og kirkjunni er alveg ljóst.
Hvaðan kemur mannkyninu hugsjónin, hvataaflið og
mátturinn til að hefja menninguna til æðra flugs og
meiri dýrðar en hún liefir ennþá komizt?
Það væri aldrei hægt að gera ljó'nið að öðru en ljóni.
Skepnan er háð eðlishvötum sínum. Maðurinn getur
heldur ekki dregið sjálfan sig á eyrunum upp úr for-
æðinu, þegar hann skortir til þess alla hluti: Viljann,
skilninginn og liina knýjandi ástæðu til að bjarga sál
sinni.
Mátturinn, sem frelsar, hlýtur að koma að ofan!
Trúi maðurinn ekki á sálina, á Guð og hans eilít’a líf,
þá getur þetta æðra líf ekki fengið neitt vald yfir hon-
um. Þá heyrir hann alveg heiminum til, eins og lcomizt
er að orði í Nýja testamentinu; það þýðir: Hami lýtur
ennþá lögmálum dýraríkisins, sem eru eigingjörn og
sjálfselskufull og leiða til baráttu allra gegn öllum.
V.
Nýlega talaði einn af rithöfundum vorum um það sem
fyrirlitlegan hégóma, er menn hugsuðu um það að frelsa
sál sína. En þetta er raunar ein meginhugsun kristin-
dómsins, sem blasir við oss af hverri blaðsíðu Nýja
testamentisins: Maðurinn þarf að endurfæðast, til þess
að ríki kærleikans megi koma svo á jörðu sem á himni,