Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Blaðsíða 65

Kirkjuritið - 01.12.1944, Blaðsíða 65
Kirkjuritið. Úrdráttur úr ræðu dr. R. B. 303 manna veslan hafs í kirkjulegum málum, benti á, að þeir hefðu alltaf verið í mikluin meiri hluta á' kirkjuþingunum, og áhrifa þeirra því gætt mjög mikið í öllum þingstörfum, að þeir hefðu átt sæti í hinum ýmsu fastanefndum félaganna, að sjálfri fram- kvæmdarnefnd þeirra meðtalinni, og að þeir hefðu verið og væru forgöngumenn í starfrækslu helztu stofnana kirkjufélaganna og hefðu einnig átt sína hlutdeild í úígáfustarfsemi þeirra. Ræddi dr. Beck síðan um hluttöku leikmanna almennt í kirkju- legu starfi og hvatti til víðtækari starfsemi á því sviði hér heima á Tslandi og fór hann meðal annars, þessum orðum um það mál: „Mörgum í hópi okkar leikmanna, ekki sízt þeim, sem alizt hafa upp í ríkiskirkju. hættir um skör fram að láta hið kirkjulega starf hvíla á herðum prestanna einna saman. Réttilega lítum við til þeirra um leiðsögn í kirkjulegum efnum og trúarlegum; jafn réttilega gerum við til þeirra miklar kröfur, hæfandi þeim, sem svo virðulegan sess skipa og gerzt hafa boðberar hinna æðstu lífs- sanninda. En hvað um þær kröfur, sem prestarnir með l'ullum rétti mega gera til okkar kristinna leikmanna? Og öllu fremur, hvað um þær kröfur, sem kristni og kirkja gera til okkar? Lítilmannlegt er það og óvænlegt til andlegrar þroskunar, að vera innan kirkj < unnar einungis þiggjandi en alls eigi veitandi.“ Benti ræðumaður síðan á, að áhugasömum leikmönnum byðust mörg tækifæri til nytsams og andlega auðgandi kirkjulegs starfs, fyrst og fremst með því að sækja kirkju sína og taka þátt í guðs- þjónustunni, og þá eigi síður í sunnudagaskólastarfinu og í hinum ýmsu safnaðarfélögum, sem starfrækt eru kirkjumálum til efling- ar og til aukinna kynna og meiri samvinnu meðal safnaðarfólks- ins. Taldi hann það eiga að vera metnað leikmanna að eiga sinn •ulla skerf í starfi kirkjunnar i n n á v i ð og ú t á v i ð. Dr. Beck vék síðan að hinu ábyrgðarmikla hlutverki kirkjunnar > heiminum, kröfum þeim, sem gera verður til hennar um hlut- töku í lausn vandamála mannkynsins, og lauk máli sínu með þess- um orðum: »Sú sannfæring mín héfir orðið sterkari með ári hverju, að því aðeins geti varanlegur friður orðið í heimi hér. er mannkyn allt •ærir betur og sannar að ganga á Guðs vegum; menn verða, með óðrum orðum, að tileinka sér í sem ríkustum og víðtæku'stum mæli bræðalags- og kærleikshugsjón kristninnar, ef jörðin á ekki að verða framvegis, eins og nú á þessum örlagaþrungnu tímum °g' svo oft áður í sögunni, blóðvöllur og bræðravíga“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.