Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 33
KirJcjurítið. Messugjörð fyrir 70 árum.
271
flestir yngri menn með svokölluð „kaskeiti". Annars
voru liöfuðföt af ýmsum gerðum og fóru misvel.
Svo var og' um fatnað allan bæði á konum og körl-
um. Sáust margir i Ijótum flíkum og illa sniðnum. En
þótt allt, sem fólkið klæddist í, væri heimilisiðnaður
frá rótum, mátti furðu gegna, hve sparifatavaðmál gátu
oft verið fínleg og áferðarfalleg, en meiri missmíði urðu
oft á fátasniði. Gátu þó margar konur, sem voru hag-
ar og gæddar listasmekk, látið allt fara vel úr hendi.
Höfuðbúnaður kvenna var þannig, að flestar hnýttu yf-
ir sig klút eða sjali, en þær, sem fínni voru, notuðu
dökkleita körfuhatta, skreytta með fjöðrum eða silki-
höndum. Allar voru þær í reiðfötum, og sumar hnýttu
mislitum trefli yfir hægri öxl og undir vinstri hönd.
Atti það að auka á tignarsvip kvenna, þegar þær voru
seztar í söðul. Vekringar voru þá helzt valdir sem söð-
ulliestar, en brokkarar þóttu með öllu óhæfir. Mikið og
fagurt hár var þá í allra augum eitt af því, sem konur
mátti mest prýða. Var því öllum skylt að hakla þeirri
náðargjöf vel til haga. Fagurlitar hárfléttur, sem huldu
herðar og hak lcvenna, er þær voru seztar í söðul á glæsi-
legum gæðingi, þótlu mikill fegurðarauki, ekki sízt, ef
þar við bættist hýrlegt bros og hispurslaus framkoma.