Kirkjuritið - 01.12.1944, Blaðsíða 38
27(5 Kristleifur Þprsteitisson: Okt.-Drs.
Þá koni maður í kórdyr og las bænina liátt og snjallt.
Var maður sá nokkuð við aldur, en þó beinvaxinn og
liðugur í limaburði, meðalmaður á vöxt og svaraði sér
vel, snyrtilega klæddur, og bar það með sér að vera nost-
ursþrifinn. Meðal annars var hann flestum betur greidd-
ur, þveginn og rakaður um munn og höku, en með snögg-
klippt kragaskegg, hvitt fyrir bærum.. Var hann einn
grábærður af kórbænduin að þessu sinni. Þelta var Jón
Þorleifsson, bóndi á Kjalvararstöðum. Hann var prýði-
lega skáldmæltur og ritaði fagra liönd og læsilega.
Vil ég nú að nokkru lýsa öðru því fólki, sem í kirkj-
unni var og helzt var áberandi á þeim líma.
Við altarisborn norðanmegin sat nokkuð roskinn
maður, í lægra meðallagi, grannvaxinn og fölleitur,
dökkur á hár og skegg, með blátt og bogið nef, elcki fríð-
ur sýnum, en vakti þó á sér eftirtekt og vissu um, að
þarna væri karl, sem eilthvað væri i spunnið. Þetta var
Gísli Eggertsson, bóndi á Stórakroppi. Hann var af
nafnkenndari ættum en nokkur annar bóndi, sem þá
var í sókninni. Faðir Gísla var séra Eggert í Stafliolti,
sonur Bjarna Pálssonar landlæknis, en móðir séra Egg-
erts og amma Gísla var dóttir Skúla landfógeta Magn-
ússonar. Móðir Gisla var systir Vigfúsar sýslumanns á
Hlíðarenda, föður Bjarna Tborarensens, amtmanns og
liins þjóðkunna skálds. Voru þeir því systkinasynir Gísli
og' Bjarni Thorarensen. Gísli var um skeið hreppstjóri
Reykdæla. Hann var manna gestrisnastur og lét t. d.
stóran tóbaksbauk liggja á stofuborði og rétti hann
hverjum, sem liafa vildi, og gaf gestum sinum í staup-
inu. Öll meðferð lians á víni var í hófi, og sást liann
aklrei hreifur af víni. Hann var ágætur reiðmaður, ól
liesta sina og allan fénað vel og var yfirleitt bæði bygg-
inn og vinsæll. Hagur var hann vel, einkum á járn.
Gisli bjó síðast á Giljum i Hálsasveit og dó þar um síð-
ustu aldamót í hárri elli. Frá honum er engin ætt komin.
V,ið kórstaf norðanmegin sat gildvaxinn maður,