Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 12

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 12
262 KIRKJURITIÐ að erfa. Hvort sem maðurinn lifir í meðlæti eða mótlæti, þá er sálarheill hans og hamingja því skilyrði háð, að mynd Jesú sé jafnan mótuð í hug hans og hjarta, því að enginn hefir fyrr né síðar flutt mannshjartanu jafn háleitan, heilagan og huggunarríkan boðskap, sem lífið sjálft og öll reynsla hefir ávallt staðfest og sannað, en engin vísindi hafa nokkru sinni getað rofið skarð í kenn- ingu hans og því síður afsannað nokkuð af því, sem hann sagði. Og sérstaklega er það lærdómsríkt, er á móti blæs, hve öll mannleg hjálp og vísindi ná skammt, eru tak- mörkuð og ófullkomin. Hin æðsta vizka mannanna er heimska í Guðsríki. Hver er þá okkar æðsta skylda nú á þessum jólum og alla tíma? Hún er sú, að við báðir biðjum Guð að gefa okkur náð til þess að hreinsa hjörtu okkar, að vér gerum oss hæfa til þess að opna hús vort, sálina, fyrir jólahelginni, og bjóða afmælisbarninu þar inn. Slíkt getur aðeins lánazt með auðmýkt, einlægni og trú- mennsku; auðmýkt gagnvart Guði, einlægni við sig sjálf- an og aðra, og trúmensku við vilja Guðs og þjónustu fyrir hann. Með þessu eina móti getum vér eignazt sönn jól, hvað sem ytri ástæðum líður, og frið og öryggi sálar vorrar í sambandi við ókomna atburði, og vér þekkjum það öll, hve áhyggjur og kvíði eru samgróin mannlegu eðli, en þó gagnslaus þegar þess er gætt, að allt er í Guðs hendi. Og með því að eiga þetta samband við hið heilaga barn jólanna, sem nú ríkir í æðri dýrð og er konungur lífsins, en þó um leið bróðir vor í hverri reynslu og raun og ávallt nálægur oss, með því að varðveita sambandið við hann, skiljum vér hvert annað betur, kunnum betur að meta hvert annað, umbera gallana hvert hjá öðru og fyrirgefa hvert öðru. 1 stuttu máli verðum vér þá meiri og betri jólanna börn hvert við annað. Og eins og sjálfur Jesús Kristur, leiðtogi allra manna og þjóða, fæddist hingað til þess að láta sól kærleikans skína á þessa jörð, eins átt þú og ég að verða jólanna barn, er beri birtu, hjartayl

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.