Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 13
JÓLIN — KÆRLEIKSHÁTÍÐ
263
og blessun til allra samferðamannanna. Hver maður er
eins og viðkvæmt blóm, við hjartayl og kærleika dafnar
hann, eins og blómið, er nýtur sólarinnar. Nærgætnin og
tryggðin við hann gerir hann betri og lífsviðhorf hans
bjartara og eyðir að sama skapi því vonda hjá honum
og skapar í honum jarðveg og gróður fyrir Guðs anda
og kærleika. Hver jólahátíð er því nýtt og dýrmætt tæki-
færi, sem Guð gefur þér af kærleika sínum til þín, til
þess að þú og ég verðum hans þjónar og berum Jesú
Kristi vitni, sem hans lærisveinar í því að bera kærleika,
birtu og fögnuð til meðbræðra vorra og systra. Og í sann-
leika er hverri jólahátíð bezt þjónað, ekki með predik-
unum og helgiathöfnum, þótt hvorttveggja þetta sé dýr-
mætt og sjálfsagt, heldur með því hugarfari, sem ber
vitnisburð í verki, í starfinu sjálfu, meðal bræðra og
systra, eins og Jesús sýndi oss á jarðvistarárum sínum,
með því að hjálpa, hugga og gleðja aðra, fylgjast með
þeim í gleði og sorg og flytja öðrum ávallt jólabirtu
með blysför kærleiksverka og góðrar breytni. Guð gefi
oss öllum náð til þess og gleðileg jól í Jesú nafni.
Jón Thorarensen.