Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 15

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 15
Jesús hefur starf sitt Upphaf starfs Jesú hefir verið eitthvert ljúfasta um- hugsunarefni kristnum mönnum. Þeir hafa þráð að vita sem gleggst, hvemig það varð, og sótt öld af öld svölun í þá lind, er þar spratt fram. Lúkas guðspjallamaður leggur hina mestu áherzlu á það að tiltaka nákvæmlega ártalið, þegar ,,orð Guðs kom til Jóhannesar Sakaríasonar í óbyggðinni", nákvæmar en allt annað tímatal í guðspjallinu. Hann ákvarðar það á sex vegu og verður það árið 28 e. Kr. eftir tímareikningi vorum. Það er auðsætt, hvað veldur þessari nákvæmni. Ekki starf Jóhannesar skírcira í sjálfu sér, þótt það sé mikið og merkilegt. Mynd Jóhannesar bregður aðeins fyrir á stöku stað í guðspjallinu. Nei, Lúkas er að ákvarða, hvenær allsherjarstarf Jesú hefst. Það tekur við af starfi Jóhannesar, skömmu síðar. Og um leið bregður Lúkas birtu yfir allt tímatal, sem mestu varðar, í ævi Jesú, því að hann segir, að Jesú hafi verið hérumbil þrítugur að aldri, þegar hann byrjaði. Hversu lengi allsherjarstarfið hafi staðið, segir hann ekki, né neinn hinna guðspjalla- mannanna. Mun það valda, að þeir hafi þá talið það al- kunna. En frásögn þeirra allra bendir skýrt til þess, að starfið hafi fremur staðið skemmri en lengri tíma, örfá ár í hæsta lagi. Samstofna guðspjöllin skýra svo frá, að Jesús hefji starf sitt norður í Galíleu. Meðal annars orðar Lúkas svo kæm æðstuprestanna gegn Jesú: Hann æsir upp lýð-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.