Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 16

Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 16
266 KIRKJURITIÐ inn, með því að hann kennir um alla Júdeu, allt frá Galíleu, þar sem hann byrjaði, og hingað (23, 5). Og Postulasagan tekur, eins og vænta má, í sama streng, þar sem Lúkas er einnig höfundur hennar. Hún tilfærir þessi orð í einni af ræðum Símonar Péturs: Þetta erindi þekkið þér, sem flutt var um alla Júdeu, en hófst í Galíleu eftir skírnina, sem Jóhannes prédikaði (Post. 10, 37). Sumir álykta að sönnu út frá Jóhannesarguðspjalli, að Jesús starfi um hríð í Júdeu áður en hann tekur til að kenna í Galíleu. En höfundur þess guðspjalls hirðir lítt um tímaröð viðburðanna í lífi Jesú. Hann er ekki að setja saman ævisögu. Hann er að skýra frá hinum guðlega Logos, orðinu, sem var í upphafi hjá Guði og varð hold og bjó með oss. Eilífðin sjálf hvelfist yfir. Og þá varðar engu, hvort þessi atburðurinn eða hinn er talinn gerast fyrr eða síðar. Þess vegna verður það mjög hæpið frá sagnfræðilegu sjónarmiði að álykta, að þetta starf Jesú í Júdeu gangi á undan Galíleustarfinu. Auk þess er það sýnt, að t. d. atburðir eins og musterishreinsunin gerist ekki í upphafi starfs Jesú, eins og Jóhannesarguðspjall virðist telja, heldur undir lok þess, svo sem Samstofna guðspjöllin segja frá. Enda eru orð Jesú við það tækifæri gefin honum að sök við réttarhöldin fyrir öldungaráðinu. Eins er það líklegra, að Nikódemus ráðherra láti nátt- myrkrið skýla för sinni til Jesú, þegar liðið er á starf hans og andstaðan gegn honum hefir magnazt. Jóhannes- arguðspjall er einnig sammála Samstofna guðspjöllunum um það, að Jesús gjöri fyrsta tákn sitt í Galíleu. Að vísu er það talið vera í Kana en ekki í Kapernaum og hafi Jesús breytt þar vatni í vín í brúðkaupsveizlu. En sú sögn mun vera táknræn, runnin frá orðum Jesú um það, að kenning hans sé „nýtt vín“ (Mark. 2, 22, Lúk. 5, 38, Matt. 9, 17), hann sjálfur brúðgumi (Mark. 2, 19, Lúk. 5, 34, Matt. 9,15) og guðsríkið brúðkaupsveizla (Matt. 22, 2 nn); andleg siðaboð hans breyti vatni hreinsunarfyrirmæla lög- málsins í vín.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.