Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 17

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 17
JESÚS HEFUR STARF SITT 267 Hvorki Markúsarguðspjall né Matteusar skýra frá því, hve langur tími líður frá skírn Jesú og freistingu, unz hann hefur guðríkisstarf sitt. En þau miða bæði við það, að Jóhannes skírari er framseldur. Þá fyrst er sól fyrir- rennarans er gengin til viðar, kemur Jesús fram í Galíleu með boðskap sinn. Lúkas aftur á móti kveður nánar á: „Og er djöfullinn hafði lokið allri freistingu, veik hann frá honum um hríð. Og Jesús sneri í krafti andans aftur til Galíleu, og orðrómur um hann barst út um öll héruð- in í grennd. Og hann kenndi í samkunduhúsum þeirra.“ Með öðrum orðum Jesús leggur þegar að loknu freistinga- tímabilinu norður til Galíleu og hefur fagnaðarboðskap sinn. Er engin ástæða til að draga í efa þessa frásögu Lúkasar. Heimahagarnir í Nazaret verða þó ekki miðstöð starfa Jesú, heldur borgin Kapernaum niðri við Genesaretvatnið. Verður hún Jesú „eigin borg“, þ. e. hann öðlast þar borg- ararétt að ári liðnu (sbr. Matt. 9, 1). Hvað því veldur, að Jesús skilur þannig við Nazaret, segir ekki. En fyrst og fremst hefir það valdið, að jarðvegurinn hefir verið betri í Kapernaum til þess að veita guðríkisboðskapnum við- töku heldur en í Nazaret, því að „eigi er spámaður óvirtur nema í átthögum sé“ (Mark. 6, 4). Einnig kann sú breyt- ing að hafa orðið fyrir móður Jesú og bræðrum, er hann hætti að vera fyrirvinna heimilisins með smíðum sínum, að þau flyttust frá Nazaret til Kapernaum og leituðu sér þar atvinnu. Á það bendir frásagan um, að móðir Jesú og bræður hans hafi ætlað að ná honum til sín í Kaper- naum, er hann mátti ekki matazt fyrir mannfjöldanum (Mark. 3, 20 nn), og ummæli Nazaretbúa, er þeir taka það sérstaklega fram um systur Jesú en hvorki móður né bræður, að þær eigi heima meðal þeirra í Nazaret (Mark. 6,3). En þótt þessir nánustu vandamenn Jesú hafi átt heima í Kapernaum, er engan veginn víst, að Jesús hafi dvalizt þar með þeim. Þeir skilja hvorki enn boðskap hans né

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.