Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 18
268 KIRKJURITIÐ trúa á hann, að minnsta kosti segir það berum orðum um bræður hans (sbr. Jóh. 7, 5). Þeir telja hann jafnvel ekki með sjálfum sér (Mark. 3, 21). Er það líklegt, að Jesús eigi við reynslu sjálfs síns, er hann segir, að eigi sé spámaður óvirtur nema meðal ættingja sinna og á heimili sínu. Borgin Kapernaum, þar sem Jesú hefur starf sitt, er þá allmiklu stærri en Nazaret. Munu íbúar ekki færri en 15000. Stendur hún norðvestanvert við Genesaret, um 6 km. veg frá ósum Jórdanar í vatnið. Fyrir sunnan borg- ina fellur á í vatnið, Kapemaumlindin. Og undan kalk- steinum streymir fram vatn, hlýtt og heilnæmt. Borgin er blómleg viðskiptaborg. Vestan með henni, um 3 km. frá vatninu, liggur þjóðvegurinn norður, og siglingar mikl- ar eru um vatnið. Vestan við það standa borgirnar svo þétt, að húsaröðin er óslitin að kalla. Umhverfið er tilkomumikið, þar sem Jesús flytur fyrst guðsríkis boðskap sinn. Vér getum séð í anda fagra mynd og þrungna lífi. Úti á vatninu stafar á fjölda af fannhvítum seglum. Vöruflutningaskip sigla suður að vatnsenda með fiskfarm, önnur norður í áttina til Damaskus með jarðargróða. Bátaflotinn, sem Genesaretborgirnar gera út, er á veiðum á bláa og bjarta vatninu fiskisæla. Kapernaumbörnin mæna út á hafið, þar sem þau vita feður sína og bræður, og hlakka til, þegar þeir koma heim með aflann. Niður við höfnina er verið að ferma skip og afferma, og toll- þjónarnir skrifa í bækur sínar og heimta inn tolla. Allt iðar í landi af lífi og fjöri. Þar sem lifandi kornstanga- móðan, gulhvít, gengur í bylgjum á ökrunum fyrir and- varanum, eru menn að uppskeru. Asnar og uxar þreskja kornið, og því er þyrlað upp frá láfunum með varpskóflu. Vínviðurinn er sniðlaður og safnað fíkjum, döðlum og olíf- um af aldintrjánum. Vínþröng er troðin og vínlagarþró fyllist. Olíupressur og kvamir eru í gangi. Börn og full- orðnir hjálpast að við vinnuna. Hvarvetna heyrist glað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.