Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 19
JESÚS HEFUR STARF SITT
269
legur kliður frá fólkinu, fuglarnir kvaka í limi trjánna,
en vatnaniður frá áveitulækjum eins og undirleikur. Inni
í borginni, sem vafin er olíuviðarlundum, ganga á stræt-
um Farisear og fræðimenn í síðskikkjum, vörubjóðar bera
um varning sinn, iðnaðarmenn sitja fyrir dyrum úti við
vinnu sína, konur leiða lítil börn eða láta þau sitja á öxl
sér. Það er óslitinn straumur af mönnum og skepnum,
ösnum og geitum og sauðum. En yfir hvelfist Austurlanda-
himininn, heiður og blár, nema hér og hvar sjást hvítir
skýjabólstrar.
1 þessari unaðslegu hlíðarborg og vatnaborg tekur hann
að kenna fólkinu, smiðurinn frá Nazaret. Hann er búinn
kyrtli og hefir yfir sér yfirhöfn, sem er lík sjali, með
fjórum skautum og skúfum á, bláum og hvítum. Hann
er gyrtur belti og heldur á staf í hendi, berfættur með
skýlu á höfði. Hvar sem hann gengur, þyrpist fólk að
honum. Hann virðist einkum hafa mætur á stað niðri
við vatnið. Þangað safnast mikill mannfjöldi til hans og
skipar sér umhverfis hann. Hann lítur yfir allan hópinn,
og himinn og sól ljóma í augum hans. Það er eins og
hann horfi djúpt í sál hvers um sig og ósýnilegar klukkur
hringi hátíð guðsríkis inn. Geislastafur frá dýrð Guðs
blikar yfir hinn fallvalta sjónarheim.
Samstofna guðspjöllin skýra hvert með sínum hætti frá
efni boðskaparins, sem Jesús tekúr að flytja. Mark. hefir
aðeins þessa einu stuttu málsgrein: Og hann sagði: Tím-
inn er fullnaður og guðsríki komið í nánd. Takið sinna-
skiptum og trúið fagnaðarboðskapnum. Lúk. segir frá
prédikun Jesú út af orðunum í Jes. 61, 1 n: Andi Drottins
er yfir mér, af því að hann hefir smurt mig til að flytja
fátækum gleðilegan boðskap, hann hefir sent mig, til að
boða bandingjum lausn og blindum, að þeir skuli aftur
fá sýn, til að láta þjáða lausa, til að kunngjöra hið þókn-
anlega ár Drottins." Þessi orð hafa nú rætzt með komu
Jesú. Matt. flytur Fjallræðu Jesú í þremur kapítulum.
Engu að síður er djúp samhljóðan í milli.