Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 23

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 23
JESÚS HEFUR STARF SITT 271 um í því, hvemig hann leiðir synduga menn og sorgum þjáða til samfélags við Guð. Við boðun fagnaðarerindisins setur Jesús ríkið á stofn, hann leitar hins týnda og frelsar það, sýnir mönnunum föðurinn og flytur þeim fyrirgefn- ingu hans. Hvert hjarta, sem hefir fundið föðurinn, á þegar ríki hans. Þar sem Jesús er birtist Guðs rikið í fylling sinni. Því talar hann „eins og sá, er vald hefir“, laðar og biður: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.“ Afstaðan til ríkis- ins og hans verður ein og hin sama. Þó segir hann ekki berum orðum þegar í stað: Ég er Messías, heldur kýs þögn um það og máttarverk sín. Þjóð, sem ól í brjósti pólitískar Messíasarvonir, myndi misskilja það sér til tjóns. Þá fyrst er hann hefir sýnt lýðnum með kenningu sinni, lífi og starfi, í hverju sönn Messíasartign hans er fólgin, og sá skilningur tekur að þróast í hjörtunum, vill hann lýsa því, að sér beri þetta nafn. Því að við það er tengd æðsta hugsjón og von þjóðar hans — og verður síðar mannkynsins alls. Guðs ríki er í nánd. Kristur er í nánd. Er ekki djarft að segja þetta nú? Liggur ekki beinna við að segja: Heims- styrjöld er í nánd, ríki haturs og víga. Svarið fer eftir því, hvemig umhorfs er í mannshjörtunum, hjarta þínu og mínu. Við einlægt val hvers hjarta, sem gefst Guði á vald, færist ríki hans nær og konungur þess. Þess vegna er Guðs ríkis boðskapurinn enn í dag eins ungur og nýr og þegar hann var í öndverðu fluttur af vörum Jesú. Sjá, hann stendur við dymar og knýr á. Ó, að mennimir um víða veröld mættu nú svara, þú og ég: Kom þú, drottinn Jesús, með frið á jörð. Ásmimdur Guðmundsson. 18

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.