Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 25

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 25
Jón Arason. Eftir MAGNÚS JÖNSSON. Jón Arason er án efa einn svipmesti maður, sem uppi hefir verið á Islandi. Mynd hans er í senn fjölbreytt svo að af ber, og þó heilsteypt. Hann lifir auk þess einhverja mestu umbyltingartíma Islandssögunnar, og er um skeið sá möndull, sem þeir viðburðir snúast um. Um slíkan mann þarf heila bók, og verður þó fullerfitt að gera hon- um skil. Hér í þessu stutta erindi verður ekki um annað að ræða en drepa niður fingri hér og þar og draga á pappír eina og eina línu úr þessari miklu mynd. • Til er gömul vísa, sem margir þekkja, eignuð Jóni biskupi Arasyni: Ýtar buðu Grund við Grýtu, Gnúpufell og Möðruvelli. En ábótinn vill ekki láta ágætt ból, nema fylgi Hólar. Aldrei verður með vissu sagt, hvort vísan er með réttu Jóni biskupi eignuð. En hitt er víst, að hún ber full merki þess að vera eftir hann. Skáhallt yfir frá Grýtu blasir við höfuðbólið Grund í Eyjafirði og ber af öllu þar um slóðir. En nokkru framar eru stórgarðarnir Gnúpufell og Möðruvellir, höfuðból Guð- mundar ríka, því að líklegra er að við það sé átt en Möðru-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.