Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 26

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 26
274 KIRKJURITIÐ velli í Hörgárdal. Sá dæmalausi kaupskapur, að bjóða öll þessi höfuðból fyrir nokkurra hundraða kot, og vera þó gerður afturreka, nema Hólastað sé bætt ofan á, fer prýðilega í munni Jóns biskups. Hér er gamanið stór- brotið, einfalt, snilldarlegt, — enda hefir vísan lifað. En vísan er meira. Hún er táknleg lýsing þess, hvemig pilturinn frá Grýtu tekur völd yfir héraðinu öllu, en þó á meira að falla honum í skaut. Ekkert nægir „nema fylgi Hólar“ — biskupsdómurinn sjálfur. Jón Arason hefði vel getað haft það til, síðar á æfinni, er hann var biskup orðinn, að gera þessa vísu, og lýsa ferli sínum á sinn venjulega fríska og hálfkæringslega hátt. En það er enn fleira athyglisvert við þessa vísu. Hún er ef til vill undirrót þess, að Jón Arason er talinn fæddur eða upp alinn á Grýtu, eða að hann er yfirleitt bendlaður við þennan stað. Er jafnvel óvíst, hvort Jón er fæddur á Grýtu eða öllu heldur í Miklagarði, og hefir ef til vill aldrei á Grýtu verið. Einkennilegt er, hve óljóst er oft um uppruna mikil- menna. Ekki er t. d. hægt að segja, hvort Hallgrímur Pétursson er fæddur að Gröf á Höfðaströnd eða að Hólum. Jafnvel um uppruna sjálfs Guðbrands Þorláks- sonar er óvíst. Þó að hann hefði um sig slíkan sæg manna og væri áratugum saman frægasti maður landsins og léti skrifa og prenta meira en nokkur annar, tekst svo undar- lega til, að hvorki er víst um fæðingarár hans né fæð- ingarstað. Ég skal hér láta laust og bundið um uppruna Jóns Arasonar. Mér þykir líklegt að vísan, sem ég gat, sé eftir Jón. Og þá bendir hún óneitanlega til dvalar Jóns á Grýtu. Og sannast að segja á ég erfitt með að hugsa mér, hvernig Grýta hefði yfirleitt komizt á dagskrá, nema einmitt vegna þess að hún komst í birtuna frá Jóni Arasyni. Ég kom heim að Grýtu í sumar. Ég hitti þar greina-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.